Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1967, Blaðsíða 55

Eimreiðin - 01.01.1967, Blaðsíða 55
„MEST ER MISSKUNN GUÐS" 35 Dómar manna um hann voru síður en svo á eina lund alla tíð, en um það voru vinir og andstæðingar samdóma, að þar færi maður, senr vart var einhamur. Hann bjó yfir gáfum og eigindum, sem kvöddu hann til sterkra viðbragða, hann hafði skáldsins næmleika og skyggni en jafnframt ríka skapsmuni og víkingseðli, sem ekki gat fengið útrás við altari skáldgyðjunnar, heldur varð að brjótast fram í átökum við félagsleg og menningarleg dagskrármáf. Hann er rúndega þrítugur, þegar hann gerist einna fyrirferðarmestur sinna samtíðarmanna sem lýðfræðari í ræðu og riti, umdeildur, tor- tryggður víða og dáður flestum meir. Menn voru ekki hlutlausir gagnvart honum í þá daga, sumir höfðu beyg af honum, aðrir tign- uðu hann. Hann bar höfuð og herðar yfir alla sem fyrirlesari, hvort sem var í samkomusölum eða útvarpi, á fyrstu árum ríkisútvarpsins setti hann sterkastan svip á þá stofnun gagnvart hlustendum. Hann var á sama skeiði dáður kennari og athafnamikill skólamaður. Þá hafði hann verið prestur í Flatey, vígðist þangað að afloknu embætt- isprófi í guðfræði 1926 og þjónaði þar í rúm 2 ár. Það var of þröngt um hann í þeim verkahring, of þröngt í tvennum skilningi. Hann skrifaði pistil um það leyti, þá kominn til Kaupmannahafn- ar, hvassa og harðskeytta ádrepu: ,,Það er ólíft við þann hag, sem prestum er búinn á íslandi," sagði hann. „Hvergi nokkursstaðar þar sem mótmælendatrú hefur orðið alþjóðartrú, er hagur presta jafn bágborinn. Þetta veit ég af eigin raun sem prestur og eiginni sjón víða um lönd.“ Væri freistandi að vitna frekar í þessa grein, því hún er ekki ómerk kirkjusöguleg heimild. En starfssviðið var líka of þröngt fyrir hann. Hann sótti um Akur- eyri 1927, en náði ekki kosningu. Hann dvaldist erlendis í 2 ár og kynnti sér uppeldis- og skólamál. Heimkominn gaf hann út ljóða- bókina „Hamar og sigð“, sem lýsir róttækum eldhuga með stórar vonir og sýnir. Hann var næmur á það, hvernig öldur hnigu í sam- tíðinni og hrifnæmur, gerði sér miklar vonir um hæfni og vilja þeirr- ar ungu kynslóðar, sem var að vakna í afturelding eftir fyrri heims- styrjöld, að hún mundi við glæður liugsjóna sinna hreinsa rotin og feyskin mannfélög og tryggja friðinn og réttlætið á jörðinni. Þróun heimsmála varð önnur en draumar þessara ára bentu til. Hann átti síðar eftir að endurskoða mörg viðhorf sín og sjá margt í öðru ljósi, en andleg kyrrstaða var fjarri eðli hans og þráhyggju átti hann ekki til. Á þessu tímabili ævinnar tók hann mikinn þá'tt í stjórnmálum og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.