Eimreiðin - 01.01.1967, Blaðsíða 83
GUTTORMUR (WTTORMSSOX OG SKÁI.DSKAPUR HANS
63
Boðlegt er þeirra spil í himnahöll,
Irumstæður hljómur fer með himinskautum.
Andi minn vill í svona hljómi synda,
svífa með straumi, óravegu fara.
Skógur í nánd á furðu fjarlæg hljóð.
Á hann er leikið höndum himinvinda.
Hvenær sem lygnir verður tónafjara.
Hvassviðrið gerir stórsöngs steypiflóð.
Ádeiltikvæðin eru snar þáttur og mjög merkilegur í skáldskap
Guttorms, og eiga sér djúpar rætur í sterkri réttlætistilfinningu
hans og heilbrigðu mati á gildi einstaklingsins. Hann lætur svipu
háðnepju sinnar dynja á yfirborðsmennsku og óheilindum í lífi
manna og lunderni, en mest rennur honum þó til rifja misréttið
í þjóðfélaginu, sem hann fordæmir vægðarlaust, en gerist um leið
heilhuga málsvari lítilmagnans, því að grunnt er ávallt í ádeilum
Iians á mannúð hans, er svo fagurlega kemur fram í snilldarkvæði
Iians ,,Góða nótt“. Djúpstæður umbótahugur hans lýsir sér einnig
í ádeilukvæðum hans. Hinu er ekki að leyna, að tíðum eru skeytin
í slíkum kvæðum hans harla bituryrt, en löngum hitta þau sam-
tímis vel í mark.
Af meiri háttar ádeilukvæðum í eldri bókum Guttorms má
nefna „Bölvun lögmálsins“, ,,Atlantis“, „Vatnið“, „Dansinn í
Hruna“ og „Gullkálfinn", sem öll eru hin merkilegustu. Vatnið,
sem lýst er í samnefndu kvæði, er slétt og fagurt á yfirborðinu, en
dylur sér í djúpi hatrama baráttu milli smáfiskanna og geddunnar,
sem gleypir þá í hrönnum. Þetta kvæði er einnig ágætt dæmi þess,
hve táknræn ádeilukvæði Guttorms eru oft, og eykur það drjúgum
skáldskapargildi þeirra.
í nýjustu kvæðabók sinni, Kanadaþistli, slær Guttormur einnig
á ádeilustrenginn í mörgum kvæðum, kaldhæðinn og napuryrtur,
eins og fyrri, svo sem í kvæðinu „Samsætið“. Kvæðaflokkurinn
„Aftökur" er Jró ennþá eftirtektarverðari og áhrifameiri í bein-
skeyttri ádeilu sinni, en hann fjallar, eins og höfundur segir í
nokkrum inngangsorðum, „um svartasta blettinn á siðmenning-
unni", og leggur hann kvæðinu til grundvallar tvær tímaritsgrein-
ii', sem liann nafngreinir.
harf þá engum að koma það á óvart, að mannást Guttorms og
h'iðarást hans haldast í hendur í kvæðum hans, beint og óbeint.