Eimreiðin - 01.01.1967, Blaðsíða 92
72
EIMREWIN
lesa kvæði hans „Karlakór Reykjavíkur' (Timarit Þjóðrceknisfélags-
ins 1961). íslandsást skáldsins, hlýhugurinn til hinna kærkomnu
gesta þaðan, aðdáunin á hljómlistinni, og, um annað fram, friðar-
ástin, fléttast saman í þessu svipmikla kvæði, sem vel rnætti kallast
„Glynrdrápa“, svo hreimmikið er það, og ekki er myndagnóttin
minni en kjarnmikið málfarið.
Kvæði Guttorms frá seinustu árum, í blöðum og tímaritum beggja
megin hafsins, meðal annarra í Eimreiðinni, bera því vitni, hve
óvenjulega vel hann hélt andlegum kröftum sínum. Ber þar hátt
kvæði hans „Á heimleið", sem vitnað hefur verið tii, og lýsir fag-
urlega ást hans á átthögum sínum, jafnframt því að lífsskoðun
hans kenrur þar fram á mjög eftirtektarverðan hátt. En sérstaklega
fagurt og heilsteypt er kvæðið hans „Kertaljósið“ (Lögberg-Heims-
kringla, jólablað, 16. des. 1965):
Á kertinu ljósið logar
og lýsir í sjónarhring
því meir sem húminu hleður
að hringnum allt í kring.
Þó lágnættis myrkrin leiti
á ljóssins varnargarð,
rnegnar ei þeirra máttur
í múrinn að rjúfa skarð.
í öryggi ljósið logar
á lækkandi hörkveiksbút
í kofa sem í kirkju,
unz kertið er brunnið út.
í dagrenning út í daginn
deyr það í frið og ró.
Það ljómaði á meðan Jrað lifði
og lýsti — jrað er nóg.
Guttormur var mjög sérstæður maður, skapgerðin stórbrotin og
fjölþætt, og endurspeglast með mörgum hætti í skáldskap hans,
yrkisefnum hans, margbreyttum bragarháttum og fjölskrúðugu
málfari, sem er þó aðdáunarverðast fyrir það hve íslenzkt það er.
Skáldharpa hans var, í fáum orðunr sagt, strengjamörg og tónsviðið
víðfemt.
í prýðilegu kvæði, sem Guttormur orti til séra Ragnars Kvaran