Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1967, Page 92

Eimreiðin - 01.01.1967, Page 92
72 EIMREWIN lesa kvæði hans „Karlakór Reykjavíkur' (Timarit Þjóðrceknisfélags- ins 1961). íslandsást skáldsins, hlýhugurinn til hinna kærkomnu gesta þaðan, aðdáunin á hljómlistinni, og, um annað fram, friðar- ástin, fléttast saman í þessu svipmikla kvæði, sem vel rnætti kallast „Glynrdrápa“, svo hreimmikið er það, og ekki er myndagnóttin minni en kjarnmikið málfarið. Kvæði Guttorms frá seinustu árum, í blöðum og tímaritum beggja megin hafsins, meðal annarra í Eimreiðinni, bera því vitni, hve óvenjulega vel hann hélt andlegum kröftum sínum. Ber þar hátt kvæði hans „Á heimleið", sem vitnað hefur verið tii, og lýsir fag- urlega ást hans á átthögum sínum, jafnframt því að lífsskoðun hans kenrur þar fram á mjög eftirtektarverðan hátt. En sérstaklega fagurt og heilsteypt er kvæðið hans „Kertaljósið“ (Lögberg-Heims- kringla, jólablað, 16. des. 1965): Á kertinu ljósið logar og lýsir í sjónarhring því meir sem húminu hleður að hringnum allt í kring. Þó lágnættis myrkrin leiti á ljóssins varnargarð, rnegnar ei þeirra máttur í múrinn að rjúfa skarð. í öryggi ljósið logar á lækkandi hörkveiksbút í kofa sem í kirkju, unz kertið er brunnið út. í dagrenning út í daginn deyr það í frið og ró. Það ljómaði á meðan Jrað lifði og lýsti — jrað er nóg. Guttormur var mjög sérstæður maður, skapgerðin stórbrotin og fjölþætt, og endurspeglast með mörgum hætti í skáldskap hans, yrkisefnum hans, margbreyttum bragarháttum og fjölskrúðugu málfari, sem er þó aðdáunarverðast fyrir það hve íslenzkt það er. Skáldharpa hans var, í fáum orðunr sagt, strengjamörg og tónsviðið víðfemt. í prýðilegu kvæði, sem Guttormur orti til séra Ragnars Kvaran
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.