Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1967, Blaðsíða 53

Eimreiðin - 01.01.1967, Blaðsíða 53
„MEST ER MISKUNN GUÐS“ Minningarrœða hr. Sigurbjörns Einarssonar biskups við út.för séra Sigurðar Einarsson, skálds frá Holti, i Dómkirkjunni i Reykjavík 3. marz 1967. „Mest er miskunn Guðs“. Þetta er stef í litlu ljóði, sem var ort vestur í Flatey fyrir 40 árum. Ég rakst á það prentað, þar sem ég var staddur í gististað og ég gleymdi því ekki, hef aldrei gleymt því, þó að ég að vísu lærði það ekki orði til orðs. Stefið sat í mér. Þetta var hið fyrsta, sem ég las eftir séra Sigurð Einarsson. Og stefið var það síðasta, sem ég sagði um leið og ég kvaddi hann og vissi, að nú tókumst við í hendur hinzta sinni. Og hann tók undir. Það var hið síðasta, sem ég lieyrði af vörum hans. Stórt er það að standa á yztu mærum við hlið vinar, sem er að hverfa. Stórt er það að sjá loga mikils anda blakta á kveik, sem er að brenna út. Stórt er það stríð, sem lífið heyr að lyktum, þótt þegar sé markað dauðans römmu rún. En meiri er miskunn Guðs. Mikið er lífið í sínum stóru tilbrigðum, ljúfum og sárum, atvikin björt og dimm, maðurinn, þar sem hann fetar sinn veg, uppréttur eða beygð- ur, einnig þegar hann reikar í spori eða fatast, einnig þegar sjónin rökkvast eða jregar ,,æstar rísa í ástríðu veðrum rauðar bylgjur vors blóðs“. En rnest er miskunn Guðs. Þetta er ekki í stemningsljóði. Það er frumstefið í Biblíunni, grunntónninn í erindi fagnaðarins, kristinni trú. Allt, sem þú lifir, allt, sem þú ert, hvað, sem þú kannt að vinna eða missa, brjóta eða bæta, tár þín og bros, áföll og sigrar, — smátt er þetta ekki, en mest er miskunn Guðs. Það er hún, sem sér og skapar heillegt munstur úr andstæðum og brotum kennda og reynslu, hún, sem fyrirgefur misgjörðir þínar og læknar öll þín mein, hún, sem leysir líf þitt úr gxeipum dauðans, hún, sem á síðasta orð, þegar allt er gert upp. Þetta var trú séra Sigurðar Einarssonar, ti'aust hans, byggt á Ki'isti, sem á krossi leið, til þess að miskunn Guðs mætti sigra synd og dauða og verða oss öllum meiri en annað allt, meiri en allt, sem 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.