Eimreiðin - 01.01.1967, Page 53
„MEST ER MISKUNN GUÐS“
Minningarrœða hr. Sigurbjörns Einarssonar biskups
við út.för séra Sigurðar Einarsson, skálds frá Holti,
i Dómkirkjunni i Reykjavík 3. marz 1967.
„Mest er miskunn Guðs“.
Þetta er stef í litlu ljóði, sem var ort vestur í Flatey fyrir 40 árum.
Ég rakst á það prentað, þar sem ég var staddur í gististað og ég
gleymdi því ekki, hef aldrei gleymt því, þó að ég að vísu lærði það
ekki orði til orðs. Stefið sat í mér.
Þetta var hið fyrsta, sem ég las eftir séra Sigurð Einarsson.
Og stefið var það síðasta, sem ég sagði um leið og ég kvaddi hann
og vissi, að nú tókumst við í hendur hinzta sinni. Og hann tók undir.
Það var hið síðasta, sem ég lieyrði af vörum hans.
Stórt er það að standa á yztu mærum við hlið vinar, sem er að
hverfa. Stórt er það að sjá loga mikils anda blakta á kveik, sem er að
brenna út. Stórt er það stríð, sem lífið heyr að lyktum, þótt þegar sé
markað dauðans römmu rún. En meiri er miskunn Guðs. Mikið er
lífið í sínum stóru tilbrigðum, ljúfum og sárum, atvikin björt og
dimm, maðurinn, þar sem hann fetar sinn veg, uppréttur eða beygð-
ur, einnig þegar hann reikar í spori eða fatast, einnig þegar sjónin
rökkvast eða jregar ,,æstar rísa í ástríðu veðrum rauðar bylgjur vors
blóðs“. En rnest er miskunn Guðs.
Þetta er ekki í stemningsljóði. Það er frumstefið í Biblíunni,
grunntónninn í erindi fagnaðarins, kristinni trú. Allt, sem þú lifir,
allt, sem þú ert, hvað, sem þú kannt að vinna eða missa, brjóta
eða bæta, tár þín og bros, áföll og sigrar, — smátt er þetta
ekki, en mest er miskunn Guðs. Það er hún, sem sér og skapar
heillegt munstur úr andstæðum og brotum kennda og reynslu,
hún, sem fyrirgefur misgjörðir þínar og læknar öll þín mein,
hún, sem leysir líf þitt úr gxeipum dauðans, hún, sem á síðasta orð,
þegar allt er gert upp.
Þetta var trú séra Sigurðar Einarssonar, ti'aust hans, byggt á
Ki'isti, sem á krossi leið, til þess að miskunn Guðs mætti sigra synd
og dauða og verða oss öllum meiri en annað allt, meiri en allt, sem
3