Eimreiðin - 01.01.1967, Blaðsíða 76
56
EIMIiEIfílN
skáldskap, orti ég kaflann um Guðrúnu í Jóni Auslfirðing undir
þeim hætti í tilraunaskyni.“
Það er annars gömul saga, að skáld læri, beint og óbeint af öðr-
um skáldum, með ýmsum liætti. Að þessu vék Guttormur í hinu
ítarlega og merka viðtali sínu í íslandsefrðinni 1963 við Matthías
(óhannesson ritstjóra (Morgunblaðið 16. júní 1963):
„Mér finnst Stephan mesta skáld Islands fyrr og síðar. Líttu á
kvæðabálkinn „Á ferð og flugi“. Hann er stórkostlegt andlegt af-
rek. Ég met Stephan G. mest allra skálda, en hef líklega einna helzt
lært af Þorsteini. Af honum lærðu allir.“
Þeir Stephan G. og Guttormur áttu það, meðal annars, sameig-
inlegt, að þeir urðu báðir að vinna „hörðum höndum“ við bt'iskap-
arstörf um dagana til þess að lramfleyta stórum fjölskylduhóp,
enda féllu Guttormi þannig orð í blaðaviðtali í fyrri Islandsferð
sinni: „Öll mín kvæði hef ég ort við vinnu rnína. Sama gildir um
leikritin. Ritstörfin hafa orðið að vera algerð aukastörf; dagsins
önn hefur heimtað krafta mína til líkamlegrar vinnu.“ (Nýja dag-
blaðið, 23. júlí 1938).
Þegar þetta er haft í huga, verða umfangsmikil og fjölskrúðug
ritstörf hans enn þá aðdáunarverðari. En svo rík var skapandi
skáldgáfa hans, að hún varð honum vængur til flugs yfir hin and-
vígu kjör til ritstarfa, sem hann átti við að búa. Hefur það einnig
ávallt verið einkenni hinna sönnu og mikilhæfu skálda, að þeirn
hefur tekizt að móta í hvítagull snilldarljóð, eða annarra sambæri-
legra ritverka, nærtekið efni úr hinu hversdagslega umhverfi sínu.
Þetta tókst Guttormi í ríkum mæli.
Annars er fróðlegt að minna á það í þessu sambandi, hverjum
augum hann leit sjálfur á afstöðu sína, sem bónda, til ritstarfanna.
I ofangreindu viðtali beindi Matthías ritstjóri til hans þessari spurn-
ingu: „Hefur þér líkað vel að vera bóndi, Guttormur?" Hann svar-
aði á þessa leið:
„Ágætlega, það er bezta staða, sem til er fyrir skáld. Maður get-
ur þá ort við verk sín. Ég hef ort öll mín ljóð við vinnuna úti við.
Ég geymi þau í huganum, þangað til ég er orðinn ánægður með
þau, eða eins ánægður og ég get orðið, en þá skrifa ég þau niður á
blað og hreyfi ekki við þeim nema kannski ég breyti orði og orði
á stöku stað. En ég tel það ekki markvert, sem ég hef ort.
Bóndinn getur ekki setið með púða undir fótunum og starblínt
á naglahausa í veggnum og nagað margar pennastengur, meðan