Eimreiðin - 01.01.1967, Blaðsíða 48
Hann liafði fengið þessa flugu
í kollinn daginn sem Þórarinn
Hofdal kom heim til hans að
minnast gömlu, góðu áranna.
Þórarinn hafði með sér „pela af
lýsi“ eins og hann orðaði það,
og á eftir fóru þeir á Óðinsbar
til að skoða lífið.
— Þetta er víst 1000 króna
bekkurinn, hvíslaði Þórarinn
Hofdal um leið og þeir settust á
flosklæddan langbekk með lágu
borði fyrir framan. Tvær um
þrítugt sátu við hinn endann,
léttklæddar og ögrandi.
— Þúsund króna — ha? Hreið-
ar Hreiðarsson varð allur að
einu spurningarmerki og leit á
skvísurnar.
— Eg hélt nú að þetta þyrfti
ekki útskýringa við, vinur sæll,
sagði Þórarinn Hofdal svolítið
oflætislega. Hvað, þú ert búinn
að vera heimamaður í þessurn bæ
í tuttugu ár, en ég kom heim fyr-
ir mánuði. Þetta er ekki hægt.
Síðan fór Þórarinn Hofdal að
uppfræða vin sinn um hið ljúfa
líf, sem sýnilegt var að hann
hafði látið renna framhjá sér,
jafn-niðursokkinn og hann hafði
verið að koma ár sinni fyrir borð
í farsælu hjónabandi.
Þórarinn Hofdal dró ekki að-
eins í efa hinar gömlu hugmynd-
ir um skírlífi og hjúskaparheit,
hann boðaði blátt áfram þá
kenningu, að frjálslyndi í þess-
um efnum væri forsenda lang-
SNURÐA
Á LÍNUNNI
♦-------------------------------
varandi hamingju. Síðan komu
lýsingar á því, hvernig hjóna-
samkvæmi fara fram í henni
Ameríku, og það var nú nokkuð,
sem setti fiðring í Hreiðar
Hreiðarsson. Meðan Þórarinn
Hofdal talaði með sinni skýru
rödd og sannfærandi handahreyf-
ingum, fannst Hreiðari Hreið-
arssyni þungi röksemda hans
næstum óbifandi. Það var eitt-
hvað heillandi við þetta frjálsa
lífsviðhorf, sem afgreiddi allar
hömlur í ástamálum sem gamlar
úreltar bábiljur. Hér var engin
áhætta, eða ekki teljandi, vísind-
in sáu fyrir því. Ein lítil pilla á
réttum stað og maður var frjáls
að gera eins og honum sýndist.
Og til frekari áréttingar ýtti Þór-
arinn Hofdal smáhlut að vini
sínum og bað hann að njóta vel.
Þessar liugmyndir ásamt gjöf-
inni komu talsverðu róti á huga
Hreiðars Hreiðarssonar næstu
daga. Stundum fann hann djöf-