Eimreiðin - 01.01.1967, Blaðsíða 24
4
F.IMREIÐIN
ið í öldum. Á síðastliðinni hálfri öld hefir orðið bylting í aðbúð og
atvinnuháttum, meiri en nokkru sinni áður í sögu þjóðarinnar, at-
vinnu-, iðnaðar- og samgöngubylting. Vélin er komin í stað hests-
ins, árinnar og amboðanna, vistleg hús í stað hrörlegra torfbæja,
hiti og ljós í stað kulda og myrkurs.
Allt þetta skapar ný viðfangsefni um arðskipting og skipulag. Nú
er ekki lengur við Dani að deila. Viðureignin stendur á milli lands-
manna sjálfra. Átökin eru hörð. Kosningar standa fyrir dyrum. Þeg-
ar ókunnugir dæma eftir orðanna hljóðan, þá er ekki á að lítast. En
heimamenn vita af eldri reynslu og daglegri umgengni, að íslenzk
þjóð er samstæðari en út lítur fyrir á yfirborðinu. Á úrslitastundum
hefir luin staðið saman, á stundum sem einn maður.
Vér erum fámenn þjóð, en ekki fátæk lengur. Viðkynning er mik-
il milli einstaklinga og innan og milli starfsstétta. Þó „varirnar
fljóti ekki í gælum“, þá unum vér bezt í eigin hóp „við land og fólk
og feðratungu". Heimþráin er rík, hvar sem íslendingur er staddur
meðal framandi þjóða. Ræturnar standa djúpt í íslenzkum jarðvegi,
og arfurinn er dýrmætur. Það heli ég fundið einna gleggst meðal
gamalla Vestur-fslendinga, sem þó liöfðu flúið undan skorti og hall-
æri. Fjallkonan var „beinaber, brjóstin visin og fölar kinnar", kvað
Bólu-Hjálmar um þær mundir. Átökin eru óhjákvæmileg í lýðræðis-
landi, en innan skefja þarf að halda þeim, svo ekki stefni til harð-
stjórnar og ofsókna. Einn hinn mesti ávinningur síðustu alda í vest-
rænum heimi er frjáls hugsun, frjálsar umræður, fundafrelsi og virð-
ing fyrir mannhelgi.
Vestræn menning og stjórnarhættir er oss í blóð borin. Hið forna
þjóðveldi og nútíma þingræði er runnið af sömu rót. Alþingi og lýð-
veldi er endurheimt. Samhengi sögunnar er glöggt frá upphafi ís-
landsbyggðar. Af sögunni er margt að læra, bæði til fyrirmyndar og
viðvörunar. Ein Sturlungaöld ætti að nægja þjóðinni. Hverri til-
raun ti I einræðis myndi Ijúka á sama veg og þá, með erlendum yfir-
ráðum.
Það er ný öld, sem vér lifum á, og í nýjum heimi. Tvær heims-
styrjaldir hafa umturnað umheiminum. Tæknin í vígbúnaði og
samgöngum veldur nýjum vanda í alþjóðamálum. Það vill svo til, að
á sama tíma sem lýðveldi var endurreist á fslandi, þá fór nauðsynin