Eimreiðin - 01.01.1967, Blaðsíða 89
GUTTORMUR GUTTORMSSON OG SKÁLDSKAPUR HANS
69
er sííellt niér fyrir sjónum
síðan, hvar sem ég er.
Eg sá það var sflýsandi
sóleyjarmegin í geim.
Það upplýsir alltaf síðan
allan minn sjónargeim.
Sem myrkrið sé liðið úr minni,
morgnar á kvöldin strax.
Sóleyjar miðnætursólin
er sólin míns ævidags.
Meðal þeirra kvæða í nýjustu ljóðabók hans, sem eiga rætur sínar
að rekja til íslandsferðarinnar 1938, er „Nótt á Norðurlandi", sér-
staklega fagurt kvæði og um leið ein af snjöllustu náttúrulýsingum
skáldsins. Litrík og svipmikil næturlýsingin er klædd í áhrifamik-
inn málbúning og slungin hljómtöfrum þess, eins og þetta erindi
gefur nokkra hugmynd um:
Ljósvarpið leiftrum skæra,
líkt sem þar stígi dans
Geysir með kristalls krans,
fegrar með fjölda tærra
friðbogalita glans
tengibrú hulinna hæða,
ltáloga svæða
himins og Norðurlands.
Guttormur var svo heilsteyptur í lund og glöggskyggn á ættar-
tengsl og andleg verðmæti, að liann átti auðvelt með að skipta
drengilega ljósi og skugga rnilli fæðingarlandsins og ættlandsins,
og hyllti þau, eins og þegar hefir verið vitnað til, jöfnum höndum
í einlægum og hjartaheitum lofsöngvum. í kvæðinu „Landa milli“,
senr hann flutti á íslendingadegi að Hnausum í Nýja íslandi, 16.
júní 1945, lýsir það sér ágætlega, hversu vel hann skildi það, hver
menningargróði það væri að eiga í rauninni tvö heimalönd:
Það er seimur, sem er hnoss,
svona í geimi Jtöndum
hlessað heimaathvarf oss
eiga í tveimur löndum.