Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1967, Blaðsíða 36

Eimreiðin - 01.01.1967, Blaðsíða 36
16 EIMREIÐIN 10 Akureyri, 24. febrúar 1933. [Þess skal getið að svo sem tveimur árum áður en bréf þetta var skrifað, hafði ég sent Davíð harð- vítugt skammabréf, en hann svarað mér aftur fullum hálsi. Skömmu eftir það átti ég erindi til Akureyrar, — og föðmuðum við þá, umsvifalaust, hvor annan að sér, er við fundumst, — og þar með var vináttan aftur komin í fullan gang — enda byrjar þetta bréf Davíðs með ávarpinu:] Sæll og blessaður gamli og góði vinur minn! Láttu þér ekki bregða í brún um of, þó að þú fáir nú línu frá mér — það er orðið óguðlega langt síðan ég hef skrifað þér, og hefði ég þó átt að vera margsinnis búinn að því ... Allan þenna tíma hefur hugur minn verið samur í þinn garð, og 'hann hefur oft mætt þínurn bæði á flugi yfir fjöllin og við lestur tímarits þíns.1 Ég þakka þér hjartan- lega fyrir grein þína í Jörð, um mig þó að ég eigi ekki svo gott skilið.2 3 Ég fann að þú vildir skilja, og skildir flestum betur, — og það hitar mér um lijartað ... Ég vona að þú, sem berst hinni góðu baráttu, sigrir ... Ég er einn, einn, — og væri margdauður, ef ég gæti ekki sökkt mér niður í skáldskap og störf. í sumar kemur tit eftir mig ný kvæða- bók !... I vetur hef ég verið að vinna að þessari nýju bók, og eins og þú þekkir eru ritstörf erfitt verk. Að hanga heilan dag yfir einu smákvæði, einni vísu, einni línu, — það virðist ekki tilgangsmikið líf, og svo glatast allt og gleymist! En öll list krefst fágunar, yfir- legu. Auðvitað gengur ekki öll fæðing jafn-erfiðlega; sum kvæði mín kvikna eins og gneistar — svo að segja í einu andartaki. Síðan ég gaf út fyrstu bók mína hefur mig í raun og veru aldrei langað til að gefa út bók — en nú finnst mér ég verða að gera það. Allar síðari bækur mínar hef ég gefið út í eins konar örvæntingu — og svo mun enn verða. En þrátt fyrir þetta liafa kvæði mín veitt mér yndi — meðan þau voru að skapast ... Ég lief verið stálhraustur í vetur og lifað í öllu hóflega — en ég er farinn að hærast í vöngum.4 1) Hann á við eldra flokk Jarðar. 2) Sú grein kom út hálfu öðru ári áður, skrifuð er Ný kvreði komu út. 3) Sú nefndist, er til kom, I byggðum. 4) Þá var Davíð 38 ára.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.