Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1967, Blaðsíða 104

Eimreiðin - 01.01.1967, Blaðsíða 104
84 ElMRElfílN ati“ eins og sumir kölluðu það, og margt hnjóðsyrði var látið falla í garð útvarpsins á fyrstu árum þess, og jafnvel enn í dag. En hver mundi nú telja fært að vera án útvarps? Það er löngu búið að vinna sér þegnrétt og þykir nú eins sjálfsagt og andrúmsloftið kringum okkur. Sama mál gegnir áreiðanlega um sjónvarpið eftir næstu 36 ár, þótt nú séu skiptar skoðanir um sitthvað í sambandi við stofnun þess. Að vísu munu það ekki margir, sem beinlínis hafa á móti sjónvarpinu, að minnsta kosti, ef dærna má af þeim áhuga, sem á því virðist að flýta útbreiðslu þess um landið. Aftur á móti eru ýmsir efablandnir um það, hvort hið menningarlega efni, sem sjón- varpið flytur, vegi á móti hinu léttvæga afþreyingarefni, sem það hlýtur að flytja í allríkum mæli. Um þessa hlið málsins er að sjálf- sögðu of snemmt að fella dóm enn þá, og ekki væri sanngjarnt að lialda öðru fram en íslenzka sjónvarpið hafi farið vel af stað fram að þessu. Vafalaust á það eftir að hafa margvíslegar breytingar í för með sér á daglegt líf fólks, og þá ekki hvað sízt í dreifbýlinu, þar sem fólk á færri kosta völ á sviði félags- og skemmtanalífs en í þétt- býlinu, enda er það alkunn reynsla frá öðrum löndum, þar sem sjónvarp hefur starfað lengi, að það nýtur hvað mestra vinsælda í strjálbýli. En einnig í borgum og öðru þéttbýli verður sjónvarpið ávallt þýðingarmikill liður í daglegu lífi fólks. Sumir óttast að sjónvarpið komi til með að hafa truflandi áhrif á ýmis konar íelags- og menningarstarfsemi, svo sem leikhús, hljóm- leika, kvikmyndahús og annað þess háttar. Þá er ekki ólíklegt, að það kunni einnig að draga nokkuð úr lestri bóka og jafnvel blaða, þar eð fólk, sem mikið horfir á sjónvarp, hefur þá færri tómstundir aflögu til lesturs. Sums staðar erlendis hefur hinn stórfelldi blaða- dauði undanfarið verið rakinn til áhrifa sjónvarpsins. Vera má, að þessarar þróunar gæti hér að einhverju leyti, að minnsta kosti fyrst í stað. En jafnvel þótt sjónvarpið kunni að hafa einhver neikvæð áhrif, þá ættn kostir þess og jákvæð áhrif að geta orðið göllunum yfirsterkari, þegar á heildina er litið. í ávarpsorðum þeim, sem Vilhjálmur Þ. Gíslason útvarpsstjóri flutti í fyrsta dagskrárlið íslenzka sjónvarpsins 30. september sl., sagði hann meðal annars: „Það, sem hér fer fram, er sumt í þjónustu hversdagsins, sumt með hátíðabrag. Það, sem hér er sagt og sýnt, á að vera túlkun þess, sem sannast er vitað. Það á að anka útsýn um jörðina og nýjar ver-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.