Eimreiðin - 01.01.1967, Blaðsíða 82
stundum sem fjúki stjörnudust í skjól,
sólgneistar hrökkvi af hrímgum viðar greinum.
EIMRElfílN
62
Eilífðarblóm úr ís, þó bráðni og þorni,
eimur það verði, daggartár og lind,
sálin þess mun liin santa áfrarn halda.
Hún er hin sama á heimsins kvöldi og morgni,
hásaeti skipar efst á jökultind.
Því, sent er eilíft, efstu tindar falda.
Hvergi er þó náttúrulýsing Guttorms hugþekkari né ljóðagerð
lians léttstígari heldur en í hinu yndislega kvæði hans „Góða nótt“,
með sterkum undirstraum djúprar samúðar lians með öllum þeirn,
„sem þjást og harma“, og brjóta skip sín í flök á lífsins sævi. Mun
það einnig eitt af kunnustu kvæðum skáldsins og verður því eigi
frekar til Jress vitnað hér. Náttúrulýsingarnar í mörgum lausavís-
um Guttorms eru eigi síður frumlegar og markvissar en í kvæðun-
um, eins og eftirfarandi stökur „Náttdrífa" og „Vetrargróður" sýna,
sent jafnframt bera bragfimi skáldsins gott vitni:
Loftin drjúpa daggarís,
drunga hjúpuð grána.
Hangir á gnúpi hæsta skýs
höfuðkúpa mána.
Vetrar blána blómin glöð,
björt á snjánum tindra.
Uppi á trjánum ísablöð
eins og rnánar sindra.
Ást Guttorms á hljómlist og hljóðfæraslætti, er áður var vikið
að, lýsir sér mjög víða í kvæðum ltans. í nýjustu kvæðabók hans
eru, meðal annarra, tvær sonnettur, ,,Á Ásöldinni'' og „Skrúðgang-
an“, sem ern óvenjulega hljómrænar eigi síður en myndríkar. Sú
fyrrnefnda er jrannig:
Frumskóg ég á með ótal laufakrónum,
orkester gamalt, fremra Iiinum nýju.
Hingað ég kem að heyra symfóníu.
Hiirgull er ekki á ljúfum lit á tónum.
Nóg er af lúðrum, fjaðrapípum, flautum,
liðlum frá dvergi upp í bassatröll.