Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1967, Blaðsíða 65

Eimreiðin - 01.01.1967, Blaðsíða 65
/ HAUSTMÁNUÐI 45 prest. Ungi presturinn var snjall ræðumaður, og þegar hann var gestur á nágrannabæjunum, var lraft á orði, live hæverskur og skemmtilegur hann væri, en afi minn kvað það orð leika á eigi að síður, að hann væri drykkfelld- ur og slarkfenginn. Hann hafði séð hann í Sunne fyrra markaðsdaginn, og það leyndi sér ekki, að guðsmaðurinn var þá þegar við skál. Feðginin vissu, að hann hafði ekki komið heim á íöstudagskvöldið, og eigi hefur far- ið hjá því, að þau lrafi hvort um sig velt því fyrir sér, er leiðin lá frarn hjá prestssetrinu, hvort hann væri nú loksins kominn heim. Og sjálfsagt var eðlilegt, að hvorugt þeirra léti uppi það, er þau hugs- uðu um þetta. Þau gengu hægt eftir veginum. Allir, sem þau hittu, heilsuðu gamla herdeildarritaranum, sem hafði búið á Márbacka í rúm 40 ár og var vanur því urn þetta leyti á hverju hausti að reika eftir þjóð- veginum og virða markaðsfólkið fyrir sér. Hann spurði í þaula, en það leysti úr spurningum hans. Enn í dag er mér sem ég heyri á mál þeirra, bændanna. Þau voru komin að bröttu brekk- unni handan við prestssetrið, skuggalegum og ömurlegum stað; þar óx ekki ljósleitur birkiskógur, en garnall, svartur greniskógur grúfði þar yfir. Þá var vagni ekið með skrölti og ýskri eftir veginum. Feðginin þekktu undir eins vagninn Hann var frá Steinsstöð- um, er þá var prestssetur, og vinnu- maður garnla prestsins sat í ekils- sætinu og hélt í aktaumana. Auðvelt var að ráða í, hvaða erindi vinnumaðurinn hafði átt á markaðinn. Honum hafði greini- lega verið falið það lilutskipti að leita að aðstoðarprestinum. Laug- ardagur var, og fyrir hvern mun varð að ná í liann, svo að liann gæti sofið úr sér vímuna fvrir sunnudag, er fólk kæmi að hlýða tíðum. En vinnumaðurinn sat einn í farartækinu. Svo leit út sem liann hefði ekki getað rekið erindið. En í þeim svifum, er hann ók franr hjá, þóttist afi minn greina dökkan, skringilegan mann í hnipri á gólfi vagnsins, og hann gaf vinnumann- inunr merki unr það að nenra stað- ar. Vinnumaðurinn hlýddi undir eins. „Nú-ú, svo að þér hefur dável tekizt að hafa hendur í lrári prest- lingsins, Óli sæll,“ nrælti afi minn. „Já, ég lref hann að vísu nreð- ferðis að nrér heilum og lifandi, lrerra Daníel herdeildarritari. En sjáið þér, hvernig hann er til reika?“ Vegurinn var mjór unr þær mundir, miklu nrjórri en hann er nú á þessum slóðum, vagninunr var ekið að kalla við tærnar á feðgin- unum. Þau sáu greinilega, að mað- ur lá á vagngólfinu og steinsvaf, og þegar vinnumaðurinn beygði sig niður og lyfti hatti, sem huldi and- lit hans, komust þau ekki lrjá því að líta hann senr snöggvast. En unga stúlkan horfði á hann
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.