Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1967, Blaðsíða 78

Eimreiðin - 01.01.1967, Blaðsíða 78
58 F.lMRElÐlb! var sér þess vel meðvitandi, enda minntist hann þess áður í um- ræddu viðtali, að hann hafi átt góða konu. En seint verður það á vog vegið eða með tölum reiknað, hvern hlut fórnfús eiginkona á í afrekum manns síns á hvaða sviði sem er. Fjórar fyrstu ljóðabækur Guttorms voru allar prentaðar í Winnipeg, en þær eru: Jón Austfirðingur (1909), Bóndaclóttir (1920), Gaman og alvara (1930), sem auk nýrri kvæða, hefur inni að halda meginefnið úr eldri kvæðabókum hans, og Hunangsflugur (1944). Á vegum Iðunnarútgáfunnar í Reykjavík kom því næst út árið 1947 vönduð heildarútgáfa, Kvæðasafn, af kvæðum Guttorms frarn að þeim tíma. Arnór Sigurjónsson rithöfundur hafði búið kvæðasafnið undir prentun af mikili alúð og vandvirkni, og fylgdi því úr hlaði með ítarlegri ritgerð um skáldið, þar sem æviferli hans og skáldskap er lýst af þekikngu og samúðarríkum skilningi; fjallar sú frásögn einnig um brautryðjendabaráttu íslendinga vest- an hafs, og um þjóðræknis- og menningarviðleitni þeirra almennt, en óhjákvæmilega kemur Nýja ísland þar mest við sögu. í tilefni af áttræðisafmæli skáldsins gaf Helgafell í Reykjavík út nýtt og allmikið safn ljóða hans, Kanadaþistill (1958). Síðan hefur komið út eftir hann margt kvæða og vísna í blöðum og tímaritum beggja megin hafsins, og verður nánar vikið að þeim síðar. Um þýðingar kvæða Guttorms á erlend mál, aðalega á ensku, vísa ég lesendum til framannefnds bæklings míns um skáldið. En Gutormur kunni góð tök á óbundnu máli eigi síður en stuðluðu. Bera leikrit hans því órækan vott, bæði þau, sem prent- uð eru í safninu Tiu leikrit, sem Þorsteinn Gíslason gaf út í Reykja- vík 1930, og þau, er síðan hafa komið út í íslenzkum tímaritum austan hafs og vestan. I vestur-íslenzkum blöðum og tímaritum, sérstaklega í Timariti Þjóðræknisfélagsins, á Guttormur einnig merkilegar ritgerðir og erindi, sem bregða um margt birtu á líf og baráttu Islendinga vestan hafs á frumbýlingsárunum, og eru þær ritsmíðar svipmerktar frumleik skáldsins í hugsun og máli og ríkri kímnigáfu hans. Hin seinasta af þessum ritgerðum, sem mér er kunnugt um, er greinin „Sigurður Júl. Jóhannesson og íslenzka hagyrðingafélagið í Winnipeg“, sem upprunalega kom í Lögbergi- Heimskringlu um mánaðamótin maí-júní 1966, en var endurprent- uð í Eimreiðinni, maí-ágúst 1966, og átti það vel skilið, því að hún er bæði fróðleg og skemmtileg, og ber sitt sterka höfundarmark.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.