Eimreiðin - 01.01.1967, Blaðsíða 75
GUTTORMUR GUTTORMSSON OG SKÁLDSKAPUR HANS
55
leið", sem hann orti til heimahaga sinna í Nýja íslandi vorið 1965
(Timarit Þjóðrœknisfélagsins 1966):
Þar á ég ból og þar á cg skjól
og þar á ég sól í heiði
og þar á ég líka leiði.
II.
Guttormur naut einungis slitróttar barnaskólamenntunar í æsku.
Með sanni má segja, að hann hafi verið maður sjálfmenntaður; en
þegar á æskuárum las hann allt, sem hann festi hendur á, og var
síðan sílesandi, hvenær, sem tækifæri gafst, allt til síðustu stundar.
Var hann því orðinn óvenjulega víðlesinn bæði í íslenzkum bók-
menntum að fornu og nýju og merkisritum margra annarra þjóða,
og þá um annað fram ritum enskra og amerískra öndvegisskálda.
Hið stóra og merkilega safn valinna rita, sem honum hafði tekizt
að afla sér, bar eftirminnilegan vott Jrekkingarþorsta hans, ást
hans á fögrum bókmenntum, ekki sízt skáldskap, samhliða næmum
bókmenntasmekk. Þeim lesendum, sem kunna að vilja fræðast frek-
ar um víðtæk kynni Guttorms af íslenzkum og erlendum bók-
menntum, vísa ég til ofannefnds bæklings míns og Skírnis-ritgerð-
ar um hann. En eftir að hafa talið upp fjölda skálda og annarra
rithöfunda, sem hann hafði lesið, og heillað höfðu hug hans, segir
hann: „Af þeim, sem að framan eru taldir, hefi ég einkum lært
að fara leiðar minnar í Ijósi minnar eigin hugsunar. Ég hef ekki
fylgt neinum sérstökum „skóla“. En áður hafði hann í lýsingunni
á lestri sínum komist svo að orði: „Þó að ég hafi lesið þær bækur
mínar fremur frá sjónarmiði hins almenna lesara en fræðimanns-
ins, er ég sannfærður um, að ég hef með þeim hætti víkkað svið
skilnings míns.“ Þetta er vafalaust laukrétt athugað. Hins vegar
bera kvæði hans og leikrit því vitni, að liann var of sjálfstæður í
hugsun til þess að gerast sporgöngumaður, hvað )>á eftirherma,
þeirra rithöfunda, sem mest höfðu heillað huga hans. Þó má um
ljóðform sjá nokkur rnerki kynna hans af erlendum rithöfundum.
Hann dáði Poe, eins og hann segir sjálfur, og snilldarkvæði hans
.,Sandy Bar“ er ort undir sama bragarhætti og hið fræga kvæði
„Hrafninn“ eftir Poe. Guttormur segir ennfremur í umræddri frá-
sögn um lestur sinn: „Síðan las ég kvæði Longfellows undir hexa-
metrahætti, og þar sem sá bragarháttur var fátíður í íslenzkum