Eimreiðin - 01.01.1967, Blaðsíða 81
GUTTORMUR GUTTORMSSON OG SKÁLDSKAPUR HANS
61
í stórbrotnu kvæði sínu „Indíánahátíðin", lýsir Guttormnr, út
frá kynnum sínum við Jrá í Nýja íslandi, Indíánunum á svo mynd-
ríkan og rauntrúan hátt, að |)cir verða Ijóslifandi fyrir sjónum les-
andans, og samtímis hefur hann leitt þá til varanlegs sætis í ís-
lenzkum bókmnntum. Með snilldarbrag er einnig táknræn samlík-
ingin við Indíánastúlkuna í lýsingu Guttorms á Indíána-sumri í
Ijóðaflokknum „Á víð og dreif“ (í Hunangsflugum). En „Indíána-
sumar“ (Indian Summer") nefnist vestan hafs góðviðriskafli á haust-
in, áður en vetur gengur í garð. Markviss náttúrulýsingin, sem hér
er um að ræða, er á Jressa leið:
Indíána sumar er svanni
með svart og mikið hár,
koparlitt, æskuslétt andlit
og ylhýrar dökkar brár.
Hárið er skammdegishúntið
að hníga með stjörnuglans,
hörundsliturinn haustleg
hálmbleikja akurlands.
Laufum með regnbogalitum,
litum hins dýrasta ríms,
skrýðist hin prúða og prýðist
perlunt daggar og hríms.
Svo kastar hún laufakjólnum.
— ICuldi fyrir’ dyrum er. —
í kríthvíta ísbjarnarkápu
klæðir hún sig og fer.
Loks skal eitt dæmi um snjallar náttúrulýsingar Guttorms tekið
úr seinustu kvæðabók hans, Kanadaþistli, en það er sonnettan
..Snjókornið", þar sem hæfileiki skáldsins til að lýsa hinu ytra og
djúp íhygli hans renna í einn farveg á sérstaklega listrænan hátt:
Snjókornið skæra, kristals víravirkið,
viðkvæmt og smágert, kemur þó til jarðar
heilt innan sviga sinnar megingjarðar,
af því er dimma hríðin, hvíta myrkrið.
Samt verður dýrð af clýrstu eðalsteinum
döpur hjá því, er skín við tungli og sól,