Eimreiðin - 01.01.1967, Síða 65
/ HAUSTMÁNUÐI
45
prest. Ungi presturinn var snjall
ræðumaður, og þegar hann var
gestur á nágrannabæjunum, var
lraft á orði, live hæverskur og
skemmtilegur hann væri, en afi
minn kvað það orð leika á eigi
að síður, að hann væri drykkfelld-
ur og slarkfenginn.
Hann hafði séð hann í Sunne
fyrra markaðsdaginn, og það leyndi
sér ekki, að guðsmaðurinn var þá
þegar við skál. Feðginin vissu, að
hann hafði ekki komið heim á
íöstudagskvöldið, og eigi hefur far-
ið hjá því, að þau lrafi hvort um
sig velt því fyrir sér, er leiðin lá
frarn hjá prestssetrinu, hvort hann
væri nú loksins kominn heim. Og
sjálfsagt var eðlilegt, að hvorugt
þeirra léti uppi það, er þau hugs-
uðu um þetta.
Þau gengu hægt eftir veginum.
Allir, sem þau hittu, heilsuðu
gamla herdeildarritaranum, sem
hafði búið á Márbacka í rúm 40
ár og var vanur því urn þetta leyti
á hverju hausti að reika eftir þjóð-
veginum og virða markaðsfólkið
fyrir sér. Hann spurði í þaula, en
það leysti úr spurningum hans.
Enn í dag er mér sem ég heyri á
mál þeirra, bændanna.
Þau voru komin að bröttu brekk-
unni handan við prestssetrið,
skuggalegum og ömurlegum stað;
þar óx ekki ljósleitur birkiskógur,
en garnall, svartur greniskógur
grúfði þar yfir. Þá var vagni ekið
með skrölti og ýskri eftir veginum.
Feðginin þekktu undir eins
vagninn Hann var frá Steinsstöð-
um, er þá var prestssetur, og vinnu-
maður garnla prestsins sat í ekils-
sætinu og hélt í aktaumana.
Auðvelt var að ráða í, hvaða
erindi vinnumaðurinn hafði átt á
markaðinn. Honum hafði greini-
lega verið falið það lilutskipti að
leita að aðstoðarprestinum. Laug-
ardagur var, og fyrir hvern mun
varð að ná í liann, svo að liann
gæti sofið úr sér vímuna fvrir
sunnudag, er fólk kæmi að hlýða
tíðum.
En vinnumaðurinn sat einn í
farartækinu. Svo leit út sem liann
hefði ekki getað rekið erindið. En
í þeim svifum, er hann ók franr hjá,
þóttist afi minn greina dökkan,
skringilegan mann í hnipri á gólfi
vagnsins, og hann gaf vinnumann-
inunr merki unr það að nenra stað-
ar.
Vinnumaðurinn hlýddi undir
eins.
„Nú-ú, svo að þér hefur dável
tekizt að hafa hendur í lrári prest-
lingsins, Óli sæll,“ nrælti afi minn.
„Já, ég lref hann að vísu nreð-
ferðis að nrér heilum og lifandi,
lrerra Daníel herdeildarritari. En
sjáið þér, hvernig hann er til
reika?“
Vegurinn var mjór unr þær
mundir, miklu nrjórri en hann er
nú á þessum slóðum, vagninunr var
ekið að kalla við tærnar á feðgin-
unum. Þau sáu greinilega, að mað-
ur lá á vagngólfinu og steinsvaf, og
þegar vinnumaðurinn beygði sig
niður og lyfti hatti, sem huldi and-
lit hans, komust þau ekki lrjá því
að líta hann senr snöggvast.
En unga stúlkan horfði á hann