Eimreiðin - 01.01.1967, Síða 36
16
EIMREIÐIN
10
Akureyri, 24. febrúar 1933.
[Þess skal getið að svo sem tveimur árum áður en
bréf þetta var skrifað, hafði ég sent Davíð harð-
vítugt skammabréf, en hann svarað mér aftur
fullum hálsi. Skömmu eftir það átti ég erindi til
Akureyrar, — og föðmuðum við þá, umsvifalaust,
hvor annan að sér, er við fundumst, — og þar með
var vináttan aftur komin í fullan gang — enda
byrjar þetta bréf Davíðs með ávarpinu:]
Sæll og blessaður gamli og góði vinur minn! Láttu þér ekki
bregða í brún um of, þó að þú fáir nú línu frá mér — það er orðið
óguðlega langt síðan ég hef skrifað þér, og hefði ég þó átt að vera
margsinnis búinn að því ... Allan þenna tíma hefur hugur minn
verið samur í þinn garð, og 'hann hefur oft mætt þínurn bæði á
flugi yfir fjöllin og við lestur tímarits þíns.1 Ég þakka þér hjartan-
lega fyrir grein þína í Jörð, um mig þó að ég eigi ekki svo gott
skilið.2 3 Ég fann að þú vildir skilja, og skildir flestum betur, — og
það hitar mér um lijartað ... Ég vona að þú, sem berst hinni góðu
baráttu, sigrir ...
Ég er einn, einn, — og væri margdauður, ef ég gæti ekki sökkt
mér niður í skáldskap og störf. í sumar kemur tit eftir mig ný kvæða-
bók !... I vetur hef ég verið að vinna að þessari nýju bók, og eins og
þú þekkir eru ritstörf erfitt verk. Að hanga heilan dag yfir einu
smákvæði, einni vísu, einni línu, — það virðist ekki tilgangsmikið
líf, og svo glatast allt og gleymist! En öll list krefst fágunar, yfir-
legu. Auðvitað gengur ekki öll fæðing jafn-erfiðlega; sum kvæði mín
kvikna eins og gneistar — svo að segja í einu andartaki.
Síðan ég gaf út fyrstu bók mína hefur mig í raun og veru aldrei
langað til að gefa út bók — en nú finnst mér ég verða að gera það.
Allar síðari bækur mínar hef ég gefið út í eins konar örvæntingu
— og svo mun enn verða. En þrátt fyrir þetta liafa kvæði mín veitt
mér yndi — meðan þau voru að skapast ...
Ég lief verið stálhraustur í vetur og lifað í öllu hóflega — en ég
er farinn að hærast í vöngum.4
1) Hann á við eldra flokk Jarðar.
2) Sú grein kom út hálfu öðru ári áður, skrifuð er Ný kvreði komu út.
3) Sú nefndist, er til kom, I byggðum.
4) Þá var Davíð 38 ára.