Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1967, Side 24

Eimreiðin - 01.01.1967, Side 24
4 F.IMREIÐIN ið í öldum. Á síðastliðinni hálfri öld hefir orðið bylting í aðbúð og atvinnuháttum, meiri en nokkru sinni áður í sögu þjóðarinnar, at- vinnu-, iðnaðar- og samgöngubylting. Vélin er komin í stað hests- ins, árinnar og amboðanna, vistleg hús í stað hrörlegra torfbæja, hiti og ljós í stað kulda og myrkurs. Allt þetta skapar ný viðfangsefni um arðskipting og skipulag. Nú er ekki lengur við Dani að deila. Viðureignin stendur á milli lands- manna sjálfra. Átökin eru hörð. Kosningar standa fyrir dyrum. Þeg- ar ókunnugir dæma eftir orðanna hljóðan, þá er ekki á að lítast. En heimamenn vita af eldri reynslu og daglegri umgengni, að íslenzk þjóð er samstæðari en út lítur fyrir á yfirborðinu. Á úrslitastundum hefir luin staðið saman, á stundum sem einn maður. Vér erum fámenn þjóð, en ekki fátæk lengur. Viðkynning er mik- il milli einstaklinga og innan og milli starfsstétta. Þó „varirnar fljóti ekki í gælum“, þá unum vér bezt í eigin hóp „við land og fólk og feðratungu". Heimþráin er rík, hvar sem íslendingur er staddur meðal framandi þjóða. Ræturnar standa djúpt í íslenzkum jarðvegi, og arfurinn er dýrmætur. Það heli ég fundið einna gleggst meðal gamalla Vestur-fslendinga, sem þó liöfðu flúið undan skorti og hall- æri. Fjallkonan var „beinaber, brjóstin visin og fölar kinnar", kvað Bólu-Hjálmar um þær mundir. Átökin eru óhjákvæmileg í lýðræðis- landi, en innan skefja þarf að halda þeim, svo ekki stefni til harð- stjórnar og ofsókna. Einn hinn mesti ávinningur síðustu alda í vest- rænum heimi er frjáls hugsun, frjálsar umræður, fundafrelsi og virð- ing fyrir mannhelgi. Vestræn menning og stjórnarhættir er oss í blóð borin. Hið forna þjóðveldi og nútíma þingræði er runnið af sömu rót. Alþingi og lýð- veldi er endurheimt. Samhengi sögunnar er glöggt frá upphafi ís- landsbyggðar. Af sögunni er margt að læra, bæði til fyrirmyndar og viðvörunar. Ein Sturlungaöld ætti að nægja þjóðinni. Hverri til- raun ti I einræðis myndi Ijúka á sama veg og þá, með erlendum yfir- ráðum. Það er ný öld, sem vér lifum á, og í nýjum heimi. Tvær heims- styrjaldir hafa umturnað umheiminum. Tæknin í vígbúnaði og samgöngum veldur nýjum vanda í alþjóðamálum. Það vill svo til, að á sama tíma sem lýðveldi var endurreist á fslandi, þá fór nauðsynin
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.