Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1967, Page 76

Eimreiðin - 01.01.1967, Page 76
56 EIMIiEIfílN skáldskap, orti ég kaflann um Guðrúnu í Jóni Auslfirðing undir þeim hætti í tilraunaskyni.“ Það er annars gömul saga, að skáld læri, beint og óbeint af öðr- um skáldum, með ýmsum liætti. Að þessu vék Guttormur í hinu ítarlega og merka viðtali sínu í íslandsefrðinni 1963 við Matthías (óhannesson ritstjóra (Morgunblaðið 16. júní 1963): „Mér finnst Stephan mesta skáld Islands fyrr og síðar. Líttu á kvæðabálkinn „Á ferð og flugi“. Hann er stórkostlegt andlegt af- rek. Ég met Stephan G. mest allra skálda, en hef líklega einna helzt lært af Þorsteini. Af honum lærðu allir.“ Þeir Stephan G. og Guttormur áttu það, meðal annars, sameig- inlegt, að þeir urðu báðir að vinna „hörðum höndum“ við bt'iskap- arstörf um dagana til þess að lramfleyta stórum fjölskylduhóp, enda féllu Guttormi þannig orð í blaðaviðtali í fyrri Islandsferð sinni: „Öll mín kvæði hef ég ort við vinnu rnína. Sama gildir um leikritin. Ritstörfin hafa orðið að vera algerð aukastörf; dagsins önn hefur heimtað krafta mína til líkamlegrar vinnu.“ (Nýja dag- blaðið, 23. júlí 1938). Þegar þetta er haft í huga, verða umfangsmikil og fjölskrúðug ritstörf hans enn þá aðdáunarverðari. En svo rík var skapandi skáldgáfa hans, að hún varð honum vængur til flugs yfir hin and- vígu kjör til ritstarfa, sem hann átti við að búa. Hefur það einnig ávallt verið einkenni hinna sönnu og mikilhæfu skálda, að þeirn hefur tekizt að móta í hvítagull snilldarljóð, eða annarra sambæri- legra ritverka, nærtekið efni úr hinu hversdagslega umhverfi sínu. Þetta tókst Guttormi í ríkum mæli. Annars er fróðlegt að minna á það í þessu sambandi, hverjum augum hann leit sjálfur á afstöðu sína, sem bónda, til ritstarfanna. I ofangreindu viðtali beindi Matthías ritstjóri til hans þessari spurn- ingu: „Hefur þér líkað vel að vera bóndi, Guttormur?" Hann svar- aði á þessa leið: „Ágætlega, það er bezta staða, sem til er fyrir skáld. Maður get- ur þá ort við verk sín. Ég hef ort öll mín ljóð við vinnuna úti við. Ég geymi þau í huganum, þangað til ég er orðinn ánægður með þau, eða eins ánægður og ég get orðið, en þá skrifa ég þau niður á blað og hreyfi ekki við þeim nema kannski ég breyti orði og orði á stöku stað. En ég tel það ekki markvert, sem ég hef ort. Bóndinn getur ekki setið með púða undir fótunum og starblínt á naglahausa í veggnum og nagað margar pennastengur, meðan
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.