Eimreiðin - 01.01.1967, Síða 95
EIX FORKOSTULEG HISTORÍA UM SAXXSÖGULEGA R RERSÓNUR
75
Miðbærinn var senn alhreinsað-
ur. Hafði Leppalúði gengið vel að
verki. Enda var hann engum stétt-
arböndum háður og gat því unnið
eftir atvikum og eigin þótta 8 eða
28 klst. á sólarhring, eins og t. d.
opinber embættismaður á þrenn-
um launum. Snjónum hafði hann
mokað á sæ út, og fylltist brátt
innri höfnin, svo að eigi sást í
siglutoppa „Fossanna“. En neðan
úr fannfergjunni heyrðist öðru-
hvoru andstuttur stórhvelisblástur
í „Hæringi“, er loftið spýttist út-
um götin, sem „Súðin“ sálaða
hafði pikkað í hann, er hann eitl
sinn gerðist henni of nærgöngull.
Alþingismenn höfðu setið veð-
urtepptir á fundi i jsrjá sólar-
hringa og hugðu nú á útrás af
svölum Alþingishússins. En Jraðan
var nú stutt til jarðar. En Leppa-
lúði var í stjórnarandstöðu og því
á öðru máli. Mokaði hann þeim
jafnóðum inn aftur, svo að fund-
arfært yrði til að samþykkja þings-
ályktunartillögu þá, sem fram
hafði komið og verið eina málið
á dagskrá sameinaðs Alþingis þessa
erfiðu daga. — En það var um
„bann gegn stórhríðum úr meiru
en tveimur áttum samtímis“, og
lágu við fjársektir og mannorðs-
missir etc. etc. rEók Leppalúði
marga á skóflu sína í einu og varp-
aði þeim inn aftur langt að. Skeytti
bann hvorki um flokkaskiptingu
né mannvirðingar. Konui margir
allharkalega niður og rugluðust
bæði í flokkum og áttum um hríð.
Varð því að fresta atkvæðagreiðslu.
— En borgarstjóra skutlaði hann
inn í Hótel Borg og bað hann að
gæta þar barna bæjarins. Þetta
væru hálfgerðir óvitar, krakka-
skammirnar!
Þá er hreinn var miðbærinn, og
menningunni borgið, beindi
Leppalúði göngu sinni að Hótel
Borg. En þar hafði bæjarstjórn
séð honum fyrir síðdegishressingu,
þareð of langt var að arka heim í
Grýlubæ langt inn á Holtum. Mok-
ar nú Leppalúði brátt frá bæjar-
dyrum og gengur til stofu. Sezt
hann í sal framarlega og biður
sveinstaula einn glóhnepptan um
síðdegishressingu sína. Þjónninn
buktar sig og beygir af sönnum
þrælsótta og freudskri minnimátt-
arkennd:
„Sjálfsagt, herra Leppalúði!
Sjálfsagt! — Hvers óskið þér helzt?
Úr mörgu er að velja: Nýkomið
súrt skyr, þriggja vetra, úr Jökul-
fjörðum vestur, sauðarslátur úr 6-
vetra gömlum sauðum, loftleiðis
úr Öræfum, framreitt í hálfum
sáum og heilum etc. etc.
„Ekki skömmtum vér skyrið í
Grýlubæ né skerum keppina við
nögl“, mælti Leppalúði. — „Sýndu
mér ’ann heilann!"
Þjónninn hringdi og gestikúler-
aði, og inn kom að vörmu spori
skyrsár grænmálaður, barmafullur
og á fjórum hjólum, og var hreyf-
ill í hverju hjóli. Stungu öræfa-
keppirnir bústnum kollum sínum
og svörtum uppúr Hvítahafi sás-
ins eins og sovjezkir vöðuselir í
Gandvík norður.
Hemlaðu, sveinsstauli, heml-
aðu!“ hrópaði Leppalúði róm-