Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1973, Síða 6

Eimreiðin - 01.04.1973, Síða 6
EIMREIÐIN Er hinn þögli meirihluti á Islandi mesta byltingaraflið? VIÐTAL VIÐ SIGURÐ LlNDAL, PRÖFESSOR Spyrjendur af liálfu Eimreiðarinnar: Björn Bjarnason, Gunn- laugur Claessen, Jón Óttar Ragnarsson og Hannes Gissurarson. Viðtalið færði í letur: Hannes Gissurarson. 94 ÍSLENZK ÞJÓÐERNISVITUND — Er þjóðernisvitund Islendinga sterk? S. L.: Ef borið er saman við aðrar Norðurlandaþjóðir, má ef til vill segja, að svo sé. Samt sem áður er ég hræddur um, að þjóðernishyggja þeirra sé býsna mikið á yfirborðinu: Meiri í orði en á borði. Ef opinberlega er fylgt hreintungustefnu, ef konur bera þjóðbúning — að ekki sé talað um, að karlmenn smeygi sér í fornmannabúning — ef menn liáma í sig íslenzkan mat — helzt úr trogum —- og ef menn kunna einhver kynstur af þeim gömlu kjaftasögum, sem gengur undir nafninu þjóð- legur fróðleikur, er það talið bera vitni um trausta þjóðmenn- ingu. Mér virðist ávallt að átt sé við einhver slík ytri einkenni, þegar rætt er um að varðveita þjóðerni eða þjóðlega menn- ingu. Hún virðist vera eins konar safngripur, sem geyma á til skemmtunar eða afþreyingar — eða af einhvers konar gagns- lausri ræktarsemi, — að öðru leyti virðist hún ekki skipta máli. I daglegri önn verði þjóðin að tileinka sér að öllu leyti erlenda menningu. — Og þá getur jafnvel skinið í gegn, að íslenzk menning sé heldur til trafala, t. d. íslenzk tunga í samskiptum við umheiminn o. s. frv. Af þessu leiðir, að um- »

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.