Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1973, Page 11

Eimreiðin - 01.04.1973, Page 11
EIMREIÐIN Ísraelsríkis. Annars ætti varla að þurfa að útlista þetta fyrir Islendingum. Saga þjóðarinnar síðustu liálfa aðra öld sannar þessi áhrif þjóðernisstefnunnar, svo að ekki verður um villzt. — Nú er þjóðernisstefna óneitanlega tvíeggjuð, og hún hef- ur á stundum leitt til ófarnaðar. Viltu gera einhvern greinar- mun á ólikum tegundum þjóðernisstefnu, t. d. þjóðernisstefnu stórvelda og smáþjóða? S. L.: Vandalaust er að henda á ýmislegt neikvætt við þjóð- ernisstefnu, og hún getur gengið út í öfgar eins og flest annað. Yrði allt of langt mál að ræða það liér. En rétt er það, að reginmunur er á þjóðernisstefnu smáþjóða og stórvelda. Menn- ing smáþjóða getur aldrei orðið jafnfjölþætt og menning stórþjóða. Almennt stendur hún því ekki jafntraustum fótum. Má hér sem dæmi nefna þjóðtunguna og þá menningu, sem við hana er bundin. Það, sem til er ritað á máli smáþjóðar, er allajafna miklu minna og einhæfara en það, sem til er á máli stórþjóðar. Þess vegna verða smáþjóðir að fylgja markvísari þjóðernisstefnu en stórveldin og vera betur á verði. Menning smáþjóðar þarf ])ó engan veginn að vera minna virði. Með smáþjóðum eru unnin afrek á sviði menningar, t. d. í fræðum, 99

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.