Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1973, Page 12

Eimreiðin - 01.04.1973, Page 12
EIMREIÐIN bókmenntum og listum, sem ekki standa á neinn hátt að haki þvi, sem stórþjóðamenn gera. í félagsskipan tekst smáþjóðum mjög oft betur en stórþjóðum. Hins vegar verður því ekki neitað, að í mörgum greinum náttúruvísinda er aðstaða stór- þjóðanna betri, einkum á þeim sviðum, þar sem miklir fjár- munir eru nauðsynlegir. Af þessu sprettur einn meginmunur, sem er á smáþjóð og stórþjóð: Smáþjóðir eru oftast miklu opnari og víðsýnni en stórþjóðir, sem einalt lifa í lokuðum lieimi eigin menningar. Ein afleiðing þess er nánast ósjálfráð viðleitni stórvelda lil þess að þröngva menningu sinni inn á smáþjóðir. Bandaríkjamenn eru sjálfir einmitt ágætt dæmi um þelta. Þeir eru alltaf að stofna félög til þess að kjmnast öðrum þjóðum — en niðurstaðan verður þó oftar sú, að þetta verða þeirra eigin útbreiðslufélög. En stórþjóðirnar mega ekki taka markvísa þjóðernisstefnu smáþjóðanna sér til fyrirmyndar, enda þurfa þær þess ekki. Alveg á sama hátt eiga smáþjóða- menn að gjalda varliug við öilu tali stórþjóðamanna um al- þjóðaliyggju. Sú ,,alþjóðahyggja“ er ekkert annað en viðleitni stórþjóðanna — vitandi eða óafvitandi — til að mala undir sig smáþjóðirnar. Þeir smáþjóðamenn, sem gerast talsmenn slíkrar „alþjóðahyggju“, eru óneitanlega heldur aumkunar- verðir. Þegar þetta er haft í huga, sést, hversu fráleit þau skrif eru, sem hafa birzt i Morgunblaðinu og Vísi um mörg undan- farin ár þess efnis, að íslenzk menning standi svo traustum fótum, að ekkert megni að granda henni og því séu allar áhyggjur út af framtið hennar óþarfar. Viðvaranir eru af- grciddar sem einangrunarstefna og þröngsýni. Þessi blöð eru beint að boða íslendingum andvaraleysi. LANDVARNIR OG S.TÁLFSTÆÐI — Er ísland í raun og veru sjálfstætt ríki, þar sem það hef- ur ekki eigin landvarnir? S. L.: Hlutverk landvarna er tvenns konar. Annars vegar fellur það oft i lilut herja að halda uppi reglu innanlands ásamt lögreglu. Hér á landi er þetta að sjálfsögðu eingöngu lilutverk lögreglu. Annars liefur Island mikla sérstöðu að því leyti, að æðstu embættismenn okkar og opinberar stofnanir eru nánast óvarðar, gagnstætt því sem tíðkast erlendis. Þetta er óneitanlega skemmtilegt séreinkenni, sem óeirðaseggjum götunnar og málgögnum þeirra tekst vonandi ekki að eyði- leggja. — Hins vegar sjá herir um varnir út á við. íslenzkur her yrði heldur gagnslilill, ef til ófriðar drægi, og á það raun- ar við um heri fjölda annarra ríkja. Líklega eru einungis Ráð- 100

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.