Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1973, Síða 17

Eimreiðin - 01.04.1973, Síða 17
ÉIMREIÐIN allra þjóða í hættu, sem hér eru ekki tök á að ræða nánar. Hér á landi veldur það sérstökum vanda, að múgmenningin er af erlendum toga spunnin. Eitt merkilegasta sérkenni íslenzkrar menningar er, að hún er ein. Hér iiafa ekki verið nein skörp skil á milli leikra og lærðra, eða a. m. k. miklu minni en við- ast annars staðar. Alþýða manna hér á landi virðist ávallt liafa átt nokkra hlutdeild í hámenningu þjóðarinnar og lærðir menn í alþýðumenningunni. f>etta liefur haft geysimikil áhrif á ís- lenzkt samfélag. Það hefur dregið úr stéttaskiptingu og verið undirstaða jafnaðar í þjóðfélaginu. Ég er viss um, að pólitísk gerð íslenzks þjóðfélags væri allt önnur, ef þetta menningar- samfélag hefði ekki verið til. Enginn vafi er á því, að hér gæt- ir áhrifa fornbókmenntanna: íslendingar Iiafa allir, lærðir sem ólærðir, átt íslendingasögurnar og aðrar fornbókmenntir að sameiginlegum menningararfi. Þetta einkenni íslenzkrar menn- ingar tel ég ómetanlegt. Mesta hættan, sem stafar af múg- menningu nútímans er einmitt sú að ýta undir eins konar menningar-stéttaskiptingu í þjóðfélaginu, sem reyndar þegar gætir allverulega, og sundra þvi, en það gæti haft víðtækar breytingar í stjórnmálum. Hermannasjónvarpið er þar mjög mikill áhrifavaldur — er það vafalaust sá mesti, þótt það sé ekki sá eini. — Er stigsmunur eða eðlismunur á herstöðinni á Keflavíkur- flugvelli og herstöðvum Rússa austantjalds? S. L.: Munurinn er mjög mikill, en sumt er þó svipað. Til- gangur stórveldanna er í háðum tilvikum að treysta sig í sessi, halda áhrifum og auka þau. Til þess nota þau mjög ólíkar að- ferðir: Rússar þvinga rússneskri menningu upp á Eystrasalts- þjóðirnar og nola m. a. til þess sjónvarp. Bandarikjamenn leit- ast við að auka vinsældir sinar meðal ákveðins hluta þjóðar- innar og áhrif hér með herstöðvarsjónvarpinu. Þeir beita for- tölum og í mesta lagi óbeinum þvingunum og íslendingar geta haft mikil áhrif á gang mála þótt þeir geti ekki ráðið úrslitum eins og fyrr sagði. Ráðstjórnarríkin heita hins vegar heinum þvingunum og ofbeldi, og þurfa elcki að gefa mikinn gaum að óskum nágrannaþjóðanna. ÍSLAND í ALÞJÓÐASAMSTARFI — Ef leiðir skildust með Bandarikjunum og Vestur-Evrópu, hvorum væri þá eðlilegra, að Island fylgdi? S. L.: Island er Evrópuríki, og íslenzk menning er runnin af evrópskum stofni, þannig að við eigum að öllu jöfnu mesta samleið með Vestur-Evrópu. 105

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.