Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1973, Qupperneq 21

Eimreiðin - 01.04.1973, Qupperneq 21
EIMREIÐIN vel líka innrás Bandaríkjasjónvarps í íslenzkt þjóöfélag, — já, fagnar henni. Með því stuðlar liann að því, að vegið sé að grundvelli islenzks þjóðernis og menningar. En um leið gerir hann meira: Ýtir óbeint undir þann klofning og upplausn í þjóðfélaginu, sem ég vék að áðan og raskar um leið undir- stöðu þess. Verður hér fyrir undarleg þversögn: Óeirðalið göt- unnar er i reynd að berjast fyrir að varðveita þjóðernislegan grundvöll þjóðfélagsins, hann er varðveizluhneigður og íhalds- samur, en hinn slétti og felldi þjóðfélagshorgari er með and- varaleysi sínu í reynd að umturna þjóðfélaginu. Sá ráðsetti þjóðfélagsþegn, sem liggur frammi fyrir hermannasjónvarp- inu og lætur ekki mikið á sér kræla hversdagslega, er að gera byltingu, — þá mestu í allri Islandssögunni. Á íslandi eru mestu byltingamennirnir ráðsettir borgarar úr hópi hins þögla meirihluta. Og þeir munu svo sannarlega súpa seyðið af and- varaleysi sinu þótt síðar verði. — Hver er orsök áhugaleysis Sjálfstæðisflokksins á umræð- um um þjóðernismál? S. L.: í upphafi var Sjálfstæðisflokkurinn þjóðernissinnaðm’. En nú er þjóðernishyggja hans yfirborðsleg og stöðnuð. Þjóð- ernismál eru ekki skoðuð í ljósi nútímaviðhorfa, heldur í róm- antiskri birtu fortíðar líkt og ég lýsti áðan. Ég held, að áhuga- leysi margra sjálfstæðismanna á þjóðernismálum stafi ein- mitt af þessum úreltu og stöðnuðu hugmyndum þeirra sjálfra. Þeir leggja þjóðernisstefnu að jöfnu við eitthvað gamalt, dautt og fúlt, sem standi framförum nútímans fyrir þrifum. Ein- hvers konar alþjóðahyggja sem stórveldin hafa búið til sjálf- um sér til framdráttar sé hins vegar tengd lífi og framförum. Allt er þetta þó grundvallarmisskilningur, eins og ég vona, að þegar sé nægilega rökstutt. Einnig má ætla, að eindreginn stuðningur Sjálfstæðisflokksins við dvöl varnarliðsins og sam- starf vestrænna þjóða valdi hér einhverju, svo og alþjóðlegir viðskiptahagsmunir. Annars er Sjálfstæðisflokkurinn í undar- legri aðstöðu. Hann hefur lalið meðal æðstu markmiða sinna að vinna gegn hvers konar hyltingar- og upplausnaröflum í þjóðfélaginu og ekki hefur verið lögð minni áherzla á efna- legar framfarir. Það væri í fullu samræmi við þessa stefnu, að flokkurinn væri þjóðernissinnaður, sem merkti um leið, að hann væri varðveizluhneigður. Þjóðernisstefna tryggir hvort- *veSgja: festu og framfarir. En hvað gerist? Sjálfstæðisflokk- Urinn er vissulega andvígur ýmsum þjóðfélagsbreytingum, svo sem þjóðnýtingu fyrirtækja, annars konar ríkisafskiptum og samþjöppun valds. Hins vegar virðist þessi andstaða öll bund-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.