Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1973, Page 22

Eimreiðin - 01.04.1973, Page 22
EIMREIÐIN 110 in við yfirborðið, við þjóðfélagsbreytingar, sem flokka má undir dægurmál. Hann ráfar á eftir hinum skammsýna og and- varalausa borgara og lætur það afskiptalaust, þótt vegið sé að undirstöðum islenzks þjóðfélags, eins og gert er með hermanna- sjónvarpinu, og virðist ekki fá skilið, að það geti leitt til af- drifaríks klofnings og upplausnar í íslenzku þjóðfélagi. „Rót- tækni“ Alþýðubandalagsins virðist hins vegar beinast að dæg- urmálefnum, að breytingum á ýmsu ytra skipulagi þjóðfélags- ins, t. a. m. þjóðnýtingu einstaki-a fyrirtækja, sem er þó engan veginn fylgt fast eftir, eða hlutleysi í utanríkismálum o. fl. Þegar hins vegar kemur að meginundirstöðu, elcki sizt menn- ingarlegum grundvelli þjóðfélagsins, þá er flokkurinn eins og fyrr sagði afar íhaldssamur. Mér finnst ég heyra liálfgert tóma- hljóð, þegar sjálfstæðismenn eru að vara við upplausnaröfl- um í þjóðfélaginu. Því miður befur áróður Kalda stríðsins gert margan sjálfstæðismanninn liálfruglaðan. Ef minnzt er á þjóð- ernismál, ef bvatt er til einhverrar lágmarksaðgæzlu i þeim efnum, eru óðara rekin upp hróp um kommúnisma, laumu- kommúnisma og nytsamlegt sakleysi. Má mikið vera, ef þessi orð eiga ekki eftir að heyrast, þegar þetla hefti Eimreiðarinnar kemur út. Málgagn þessa hálftryllta liðs virðist vera Velvak- andi Morgunblaðsins. Sem betur fer held ég, að fullyrða megi, að þessi hópur sé í minnihluta innan Sjálfstæðisflokksins, en hann er óneitanlega hávaðasamur. Hann er eins konar and- Iiverfa við götulið vinstrimanna. Það get ég fullyrt, að margir sjálfstæðismenn hafa sörnu skoðun og ég á þjóðernismálum, en þeir bafa ekki hafl áhrif á forystu flokksins. Hún tvistígur í einhvers konar skoðanaleysi í þessum málum. — Nú telja ýmsir, að mikill meirililuti almennings styðji útsendingar Keflavikursjónvarpsins. Hvað hefur þú um það að segja? S. L.: Það er rétt, að sextán þúsund voru sögð hafa skrifað undir mótmæli við lokun Keflavíkursjónvarpsins. Reyndar kom i ljós, að þessi undirskriftalisti var að töluverðu lejdi falsað- ur, nöfn ýmissa fundust ekki á þjóðskrá eða um börn var að ræða o. s. frv. En hvað sem því líður má varpa fram þeirri spurningu, hversu langt stjórnmálamenn eig'a að g'anga í því að hlaupa eftir almenningsáliti, sem e. t. v. er einmitt mót- a'ð af þessari sjónvarpsstöð. Ég álit hlutverk stjórnmálafor- ingja að veila forystu, en ekki elta duttlunga. Eða á hermála- ráðuneyti Bandaríkjanna og sálfræðingar þess að móta al- menningsálit á íslandi og forvstumenn okkar síðan að hlaupa eftir því? j

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.