Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1973, Síða 23

Eimreiðin - 01.04.1973, Síða 23
— Álítur þú íslenzka stjórnmálaflokka liafa vanrækt þetta Iilutvei'k sitt? S. L.: Já, starfsemi íslenzkra stjórnmálaflokka liefur um of beinzt að því að lej7sa vandamál liðandi stundar. Mér finnst scm islenzkir stjórnmálamenn geti ekki hugsað lengra en í kjörlímabilum, og liafi það eitt að markmiði að fljóta ofan á. Auðvitað verður það alltaf meginhlutverk stjói’nmálaforingja að greiða úr þeim málurn, sem kalla að. En þeir rnega þó elcki missa sjónar á vissum grundvallarhugsjónum. — Að livaða lejdi geta íslenzkir skólar stuðlað að aukinni þjóðernisliyggju á meðal íslendinga? S. L.: I skólum er læplega x-ækt önnur en hin yfirborðslega þjóðernisstefna, sem ég hef áður rætt um. Þetta er annars spurning um það, hvers islenzkir skólar séu yfirleitt megn- ugir: Ég get ekki svarað því öðruvísi en svo, að ég hef almennt enga séi-staka trú á skólum, eins og þeir nú eru. °Það, sem hér birtist, er einungis útdráttur þess, sem fór milli mín og viðmælenda minna. M. a. var þeirri athugasemd hreyft að flytja her- stöðina á annan stað á íslandi án þess að nokkur staður væri nefndur. Eg taldi öll tormerki á þeirri lausn, þótt í sjálfu sér væri hún æskileg. Þetta varð þó til þess, að ég fór að hugleiða slíka breytingu á skipan mála meira en áður og komst loks að þeirri niðurstöðu, að líklega yrði þetta bezta lausnin. Kom þá einnig í ljós, að Valdimar Kristinsson var sama sinnis og hafði þar öllu fastmótaðri hugmyndir en ég. Reyndust skoðanir okkar mjög falla saman og varð úr, að við rituðum grein í Morgunblaðið, er birtist 16. janúar sl. þar sem við leggjum til að stöðin verði flutt norður á Melrakkasléttu. — Sigurður Líndal.

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.