Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1973, Page 31

Eimreiðin - 01.04.1973, Page 31
EIMREIÐIN an í fylgd meS honum. Einhverju sinni stóð hann fyrir framan mig á götunni eins og hann væri andi, sem birtist skyndilega jarðneskum augum mínum. Ilvað er það? stamaði ég. Þú átt að segja: Hvað mikið? sagði hann. Þú hefur oft hjálp- að mér. Til að brenna upp, sagði ég. Ef þú gerir það ekki, þá gerir einliver annar það, sagði liann vongóður. Þegar ég rétti honum 50 krónur, sagði hann aðeins: Heyrðu, má ég einhvern tíma seinna kvahl>a á þér? Eða: Æ, heyrðu, giasið kostar 65 krónur. Um daginn kom hann til min að venju. Iiann afhenti mér vísu sem hann sagðist hafa ort. Ég hafði fylgzt betur með hon- um en hann vissi. Hann liafði drukkið óvenju illa undanfarna tvo mánuði, aldrei misst dag úr og var alltaf þéttfullur. Raunar svo drukkinn einn daginn, að við urðum að bera hann út úr skrifstofunni minni og koma honum í hendur lögreglunnar. Þú hefur verið slæmur, sagði ég. Slæmur, endurtók hann sakleysislega. Þú hefur verið útúr fullur í tvo mánuði, sagði ég. Hann æsti sig. Þú liefur ekkert levfi til að segja að ég sé búinn að vera full- ur i tvo mánuði, þegar ég hef verið fullur í ‘.V/> mánuð. Jæja, sama er mér. Þú ert að fremja sjálfsmorð, sagði ég. Sjálfsmorð, endurtók liann. Auðvitað ekki. Hvernig á ég að geta framið sjálfsmorð. Ég er löngu dauður. Hefurðu aldrei tekið eftir því? Svo gekk hann út án þess að segja fleira. Baksvipurinn á honum minnti mig einna helzt á hrunið fjall. Ég kallaði á eftir honum og sagði: Tohbi minn, hefurðu ekkert fengið að éla núna? Hann horfði á mig: Ekki dropa, sagði hann.

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.