Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1973, Page 37

Eimreiðin - 01.04.1973, Page 37
EIMREIÐIN þeirra, arfleiða þau að mannauði. Þessi nýju viðhorf hljóta að leiða til nokkurrar endurskoðunar félagsmálastefnu nær allra stjórnmálahópa. Lítum til dæmis á aðferðirnar, sem hið opin- bera notar til að styrkja framhaldsnám. Enn vitna ég í tölur frá Bandaríkjunum. Þar sækja háskóla 66% barna efnamanna með árstekjur yfir 15.000 dali, en aðeins 16% barna fátækra fjöl- skyldna, er hafa tekjur undir 3.000 dölum á ári. Tveir hagfræð- ingar við Wisconsin-háskóla, Hansen og Weisbrod, rannsökuðu nýlega áhrif háskólakerfis Kaliforníufylkis á tekjudreifinguna. Þar voru skólagjöld mjög lág miðað við raunverulegan kostnað, enda greiddi fylkisstjórnin þau niður með skattpeningi. End- anleg niðurstaða könnunar þeirra félaga varð sú, að hér ætti sér stað mikil tilfærsla tekna frá fátæku fólki til stöndugra milli- stétta. Fátæklingar notuðu háskólana lítið, en borguðu samt skatta, millistéttarfólk borgaði skatta, en notaði ríkisháskól- ana mjög mikið. Auðmenn fóru eins og fátæklingar fremur illa út úr dæminu. Þeir greiddu liáa skatta, en sendu börn sin i einkaskóla og greiddu rándýr skólagjöld. Ríkið virðist styrkja þá unglinga mest, sem eiga hvað bjartasta fjárhagslega fram- tið: hafa mestar gáfur, heztu aðstöðuna í þjóðfélaginu og eru duglegastir. Hér þarf að hugsa málin upp á nýtt og ekki aðeins í Bandaríkjunum. v. Ilagvöxtur og menntun vinnuaflsins. Ég gat þess hér að framan, að hagfræðingar lentu í hinum verstu ógöngum, er þeir fyrst reyndu að útskýra þann hagvöxt, sem orðið hafði á Vesturlöndum á síðustu áratugum, vegna þess, að þeir tóku ekki tillit til vaxandi gæða vinnuaflsins. Fátt vakti meiri athygli á kenningum um fjárfestingu í menntun en til- raunir Edwards Denison, nú hjá Brookingsstofnuninni í Wash- ington-borg, til að mæla framleiðslufallið fyrir handaríska þjóðarbúið, en niðurstöður hans birtust fyrst árið 1962 í pésa, er hann gaf nafnið: The Sources of Economic Growth in the United States and the Alternatives hefore Us, eða Orsakir hag- vaxtar í Bandaríkjunum og valkostir vorir. Denison reyndi að mæla sem nákvæmast allt, er til framleiðslunnar var lagt og þar með menntun vinnuaflsins. Niðurstöður hans voru ineðal ann- avs þær, að á árunum 1929-1957 mætti rekja 23% af vexti þjóð- artekna í Bandaríkjunum til aukinnar menntunar vinnuaflsins. Ef litiö var á þjóðartekjur á mann, stafaði 42% af aukningunni af bættri menntun vinnuaflsins. Útreikningar Denisons byggj- ast þvi miður á nokkuð vafasömum forsendum, og sama má segja um nær allar mælingar af þessu tagi, er ég þekki til. Lítill 125

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.