Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1973, Qupperneq 37

Eimreiðin - 01.04.1973, Qupperneq 37
EIMREIÐIN þeirra, arfleiða þau að mannauði. Þessi nýju viðhorf hljóta að leiða til nokkurrar endurskoðunar félagsmálastefnu nær allra stjórnmálahópa. Lítum til dæmis á aðferðirnar, sem hið opin- bera notar til að styrkja framhaldsnám. Enn vitna ég í tölur frá Bandaríkjunum. Þar sækja háskóla 66% barna efnamanna með árstekjur yfir 15.000 dali, en aðeins 16% barna fátækra fjöl- skyldna, er hafa tekjur undir 3.000 dölum á ári. Tveir hagfræð- ingar við Wisconsin-háskóla, Hansen og Weisbrod, rannsökuðu nýlega áhrif háskólakerfis Kaliforníufylkis á tekjudreifinguna. Þar voru skólagjöld mjög lág miðað við raunverulegan kostnað, enda greiddi fylkisstjórnin þau niður með skattpeningi. End- anleg niðurstaða könnunar þeirra félaga varð sú, að hér ætti sér stað mikil tilfærsla tekna frá fátæku fólki til stöndugra milli- stétta. Fátæklingar notuðu háskólana lítið, en borguðu samt skatta, millistéttarfólk borgaði skatta, en notaði ríkisháskól- ana mjög mikið. Auðmenn fóru eins og fátæklingar fremur illa út úr dæminu. Þeir greiddu liáa skatta, en sendu börn sin i einkaskóla og greiddu rándýr skólagjöld. Ríkið virðist styrkja þá unglinga mest, sem eiga hvað bjartasta fjárhagslega fram- tið: hafa mestar gáfur, heztu aðstöðuna í þjóðfélaginu og eru duglegastir. Hér þarf að hugsa málin upp á nýtt og ekki aðeins í Bandaríkjunum. v. Ilagvöxtur og menntun vinnuaflsins. Ég gat þess hér að framan, að hagfræðingar lentu í hinum verstu ógöngum, er þeir fyrst reyndu að útskýra þann hagvöxt, sem orðið hafði á Vesturlöndum á síðustu áratugum, vegna þess, að þeir tóku ekki tillit til vaxandi gæða vinnuaflsins. Fátt vakti meiri athygli á kenningum um fjárfestingu í menntun en til- raunir Edwards Denison, nú hjá Brookingsstofnuninni í Wash- ington-borg, til að mæla framleiðslufallið fyrir handaríska þjóðarbúið, en niðurstöður hans birtust fyrst árið 1962 í pésa, er hann gaf nafnið: The Sources of Economic Growth in the United States and the Alternatives hefore Us, eða Orsakir hag- vaxtar í Bandaríkjunum og valkostir vorir. Denison reyndi að mæla sem nákvæmast allt, er til framleiðslunnar var lagt og þar með menntun vinnuaflsins. Niðurstöður hans voru ineðal ann- avs þær, að á árunum 1929-1957 mætti rekja 23% af vexti þjóð- artekna í Bandaríkjunum til aukinnar menntunar vinnuaflsins. Ef litiö var á þjóðartekjur á mann, stafaði 42% af aukningunni af bættri menntun vinnuaflsins. Útreikningar Denisons byggj- ast þvi miður á nokkuð vafasömum forsendum, og sama má segja um nær allar mælingar af þessu tagi, er ég þekki til. Lítill 125
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.