Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1973, Side 46

Eimreiðin - 01.04.1973, Side 46
EIMREIÐIN Yðar lieilagleiki. Kastið ekki rýrð á óverðuga rödd mína. Það er ekki víst, að slikar raddir nái eyrum yðar sjöunda hvert ár.10 Gefið okkur ekki tilefni til að ætla — og þröngvið okkur ekki til að trúa því, — að æðsti liirðir rússnesku kirkj- unnar setji hið veraldlega vald ofar hinu himneska, að lion- um sé hið jarðneska vald ineiri ógn en ábyrgðin gagnvart Guði. Við getum livorki franuni fyrir mönnum né heldur í bænum okkar blekkt okkur sjálf til að líta svo á, að jarðneskir hlekkir séu sterkari en andi okkar. Kristindómurinn átti sízt auðveld- ari kjör í frumkristni, en liann liélt velli og blómstraði. Okkur liefur verið vísað til vegar í fórninni. Jafnvel þótt allur jarð- neskur máttur sé á þrotum þá ber fórnin ávallt sigurinn í sér. Það píslarvætti, sem var verðugt hlutskipti bræðranna á fyrstu öldum kristninnar, liafa margir prestar og trúhræður okkar gengizt undir — og gera það jafnvel enn þá á okkar tímum. Áður var þeim varpað fyrir ljónin, nú felst píslarvættið að- eins í skertri velferð. Þegar þér nú um þessar mundir krjúpið frammi fyrir kross- inum, sem hefur verið borinn inn í miðja kirkjuna17, spyrjið þá Guð; hvaða öðru markmiði get ég þjónað meðal þjóðar, sem hefur því sem næst glatað kristnum anda og kristnu fasi? Alexander Solsjenitsyn. Á stóruföstu, í krossbænaviku, 1972. ’1 rússnesku rétttrúnaðarkirkjunni er sex vikna föstutími næst undan kyrruviku og páskum kallaður stórafasta. -Orðrétl stendur: „Allraheilagasti vladyko“ (hátiðlegt ávarpsfall orðsins „vladyka“=drottnari, valdhafi). 3Í þessu bréfi lýsir Solsjenitsyn því í fyrsta skipti opinber- lega yfir, að hann sé kristinn rétttrúnaðarmaður. Það er að sjálfsögðu mikill siðferðilegur stuðningur við hina að- þrengdu rússnesku rétttrúnaðarldrkju. Það er einnig ljóst af baktalsherferð þeirri, sem mögnuð hefur verið síðan, að þessi játning Solsjenitsyn er sovézkum yfirvöldum mik- 134

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.