Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1973, Page 50

Eimreiðin - 01.04.1973, Page 50
EIMREIÐIN 138 HJÖRLEIFUR SIGURÐSSON, LISTMALARI: Gunnlaugur Scheving Þegar Gunnlaugur Scheving er horfinn frá okkur skoðum við persónugerð lians og list dálítið nýjum augum. Á meðan hann gekk um götur Reykjavíkur á sinn þunglamalega liátt, málaði olíumyndir i klassiskum anda, dedúaði við litlar teikn- ingar og indælar akvarellur, samdi skreytingarfleti handa horg- urunum og virðulegum þjóðfélagsstofnunum, sem gátu borgað fyrir draumsýn hans um risaverkið . . . Á meðan allt þetta stóð yfir var tæplega kleift að finna honum stað í samtíðinni eða leiða hann inn í framtíðarhugsanir okkar. En nú hefur eitthvað hreytzt í grundvallaratriðum. Þegar ég kynntist Gunnlaugi fyrir tæpum aldarfjórðungi var hann sjálfur hluti íslenzkrar formþróunar og einarður tals- maður hennar. Ungt fólk kom utan úr heimi og hneigðist til heimspekilegrar afstöðu, sem var að einhverju leyti fólgin í því að íhuga eðli formsins og kanna þol þess í sambúðinni við tæki og hráefni myndlistarmannsins. Mér er til efs, að víddir myndlistarlífs olckar í dag hefðu nokkurn tima orðið að lifandi staðreynd, ef þessara tilrauna — og verkanna, sem af þeim spruttu — hefði ekki notið i rík- um mæli í fullan áratug. Mikil vanþekking er fólgin í þeirri staðhæfingu að kenna slikan tíma við lífsflótta. Og enn frá- leitari er kenningin um það, að sköpun náskyldra verka leiði til úrkynjunar. Aftur á móti kom formbreytingin illa við fjöl- marga þjóðfélagsborgara, sem voru að byrja að venjast nátt- úrunni i höggmynd eða málverki. Hjá Gunnlaugi Scheving gekk þetta hægar. Hann stækkaði fletina, einfaldaði þá og klæddi úr búningi eðlilegra hlutfalla fyrirmyndarinnar í spennitreyju breiðari hljóma. En um leið lagði hann vaxandi

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.