Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1973, Side 60

Eimreiðin - 01.04.1973, Side 60
EIMREIÐIN En hvað gerðist á undan Grindavíkurdvölinni? Horfum á Bassabátinn, sem Gunnlaugur málaði eftir að hafa lifað í fjórð- ung aldar og unnið að list í tæpan áratug — þó lengstum sem nemandi í Reykjavik og Kaupmannahöfn. Bassabáturinn hlýt- ur að teljast til forvitnilegustu verka myndlistarinnar á ís- landi. Það er ekki nóg með að liann standist samanburðinn ágætlega við myndir annarra þjóða á tímabilinu og rétti okk- ur upp í hendurnar enn eitt dæmið um fítonskraft ungs liöf- undar, sein veit tæplega hvert hann stefnir. Hitt vekur mesta athygli, að nýtt frásagnarefni er að fæðast; erfiðismaðurinn. Nokkrir málarar eldri kynslóða höfðu gert strjálar tilraunir með þetta myndefni, en Gunnlaugur og félagar hans báru það fram til sigurs. Gunnlaugur var reyndar sá eini, er tók sérstöku ástfóstri við erfiðismanninn og starf lians úti á hafinu eða uppi í sveitum. Hjá honum verður þetta eitt meginstef sinfónískrar heildar. Ég hef stundum freistast til að bera saman lýsingar málarans úr háðum greinunum. Við samanburðinn kemur sitt- hvað óvænt í Ijós, t. a. m. hvílist sveitafólkið með stórskornu andlitin og kyrru líkamana næstum alltaf í laut eða á barði og neytir matar síns i kveldsólinni. Það telst til undantekninga, ef við sjáum karl eða konu við heyskap eða jarðyrkjustörf. Einna helzt rekumst við á konu með skýluklút mjólka á stöðl- inum, eftir að málarinn ánetjaðist þjóðsögum og ævintýrum. Sjómennirnir eru á liinn hóginn nær undantekningarlaust partur starfrænnar hreyfingar i verkum hans. Hvað olli þessum skörpu skilum túlkunarinnar? Var sveitin aðeins ljúf minning en dagurinn á hafinu strit- ið sjálft? Það er býsna forvitnilegt að kanna orkuna, sem Bassabáturinn leysti úr læðingi. Hann er sjálfur gerður með léttum pensilförum á ytra borðinu. Hugmyndin um hann er væntanlega sótt til Noregs eða Skandinavíu á fyrstu tugum aldarinnar. En á eftir hefst barátta málarans fyrir sjálfstæðara mati og strangari kröfum. Þetta liefur vafalaust kostað Gunnlaug nokkra sjálfsafneit- un. Hann lilaut að víkja frásagnargleði sinni til liliðar um stund. Litir hans urðu einnig fyrir barðinu á niðurskurði auka- atriðanna. Samt bylgjast gulu, grænu og hlásvörtu dílarnir í þessum ljóðrænu og stundum hádramatísku verkum eins og fjaðrir í skrautlegu ennishlaði. Yfirbragð þeirra getur sýnzt klunnalegt en aldrei léttvægt. Ég liygg, að ég fari ekki með fleipur þegar ég segi, að frásagnarefnið sé hvergi fjölbreyti- legra á starfsferli Gunnlaugs Schevings. En hvað gerðist þegar Gunnlaugur sneri haki við grófri 148

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.