Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1973, Page 62

Eimreiðin - 01.04.1973, Page 62
EIMREIÐIN ÁRDlS ÞÖRÐARDOTTIR: Um atvinnulýðræði Margt hefur verið rætt og ritað að undanförnu um atvinnu- lýðræði. Það hefur hæði verið i þeim skilningi að um félags- legt lýðræði á vinnustað sé að ræða þ. e. hlutdeild starfsfólks í ákvarðanatöku fyrirtækja og að um efnahagslegt lýðræði sé að ræða þ. e. að starfsmenn geti keypt hlut i fyrirtækjum og öðlast þannig áhrif og ábyrgð. Menn hafa mismunandi skoðanir á þessu atvinnulýðræði. Margir telja það tómt kjaftæði, fólkið hafi ekkert vit á eðli og starfsemi fyrirtækjanna, en aðrir telja að breyta þurfi eignar- aðildarformi fyrirtækj anna þannig að þau verði opnari og hyggð upp á lýðræðislegri hátt. I þessu sambandi er fróðlegt að iliuga sögulega þróun al- vinnulifs i landinu siðastliðna öld. Allt til síðustu aldamóta voru nær allir landsmenn starfandi i landbúnaði. Bændur voru þá margir og vinnumenn þeirra gátu vænzt þess að geta farið að búa sjálfir einn góðan veðurdag. 1 þessu bændaþjóðfélagi má segja að fólk liafi getað látið lil sín taka og skapað eitthvað fyrir sjálft sig. Siðan á fyrri hluta þessarar aldar liófst þróun bæjanna. Þar sköpuðust möguleikar á fjölbreytilegri atvinnu- rekstri. Þá var atvinnureksturinn í svo smáum einingum, að margir einstaklingar höfðu möguleika á að gerast smáatvinnu- rekendur annað hvort á sviði verzlunar eða iðnaðar og haft þannig áhrif á umhverfi sitt. Ég er ekki að halda því fram að 150

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.