Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1973, Síða 66

Eimreiðin - 01.04.1973, Síða 66
EIMREIÐIN HERBERT REED: Heimspeki stjórnleysis FYRRI HLUTI Sú stjórnmálaafstaða, seni setur svip sinn á nútímann ein- kennist ekki af trúfestu, lieldur örvilnun. Enginn trúir lengur í einlægni á þau félagslegu heimspeki- lcerfi, sem hæst hefur borið að undanförnu. Sumir, þótt þeim fari fækkandi, trúa því enn, að Marxismi sem hagkerfi geti leyst kapítalismann af hólmi. Og sósíalismi hefur reyndar sigr- að í einu landi.* En hann hefur engu breytt um þjónkun og fjötra mannsins. Hvert sem litið er, sést, að líf mannsins er drepið í dróma. Leiðarljós gerða hans er hagræns eðlis og hlýtur að auka það félagslega misrétti, sem hann hugðist forð- ast. I örvæntingu sinni frammi fyrir ósigri kapítalismans og sósíalismans hefur fjöldinn lent í klóm fasisina — byltingar- hreyfingar, sem stefnir að því að koma á fót kreddubundnu valdkerfi mitt í allri ringulreiðinni. I þessu pólitíska svart- nætti lapar þorrinn áttum. Þeir, sem ekki fyllast vonleysi, leila einir síns liðs á vit bænarinnar. En aðrir trúa því stöðugt, að unnt sé að byggja nýjan lieim, ef við aðeins köstum fyrir borð þeim hagrænu hugmyndum, sem sósíalismi og kapítalismi grundvallast á. Nýr heimur getur ekki orðið til, fyrr en við setjum frelsi og jafnrétti ofar öllum öðrum markmiðum — ofar eigin hagnaði, tæknilegu valdi og þjóðernishyggju. Þetta 'Þrjátíu og þrjú ár eru liðin, síðan þessi grein var rituð. Nú eru þessi ríki mörg. En flest eiga þau brautryðjandann, Sovétríkin, að fyrirmynd eða eru leppríki þeirra. — Þýð.

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.