Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1974, Page 8

Eimreiðin - 01.04.1974, Page 8
EIMREIÐIN íslenzka hagkerfi markazt að verulegu leyti af ákveðnum kerf- isbundnum þáttum, sem þjóðin í heild er áhyrg fyrir. Hinir ýmsu hagsmunahópar hljóta að vinna að sínum hagsmunum á grundvelli þess hagkerfis, sem við búum við. Ef menn æskja þess að breyta hegðun þessara hópa, svo að verðlag haldist stöðugra, þá má telja nauðsynlegt að gera ýmsar mikilvægar breytingar á sjálfu hagkerfinu. Hins vegar er það almennt viðurkennt, að stjórnmála-, félags- og efnahagsþróun í vestrænum lýðræðisríkjum á árunum eftir strið hafi gjörbreytt valdahlutföllum á milli hinna einstöku hagsmunahópa atvinnulífsins. Á stjórnmálasviðinu liafa aðgerð- ir löggjafans aukið vald verkalýðsfélaga jafnframt þvi, að svig- rúm samtaka atvinnurekenda og vinnuveitenda til misbeitingar á efnahagslegum mætti sínum hefur verið skert. Einnig telur ríkisvaldið það núna höfuðskyldu sína í efnahagsmálum að tryggja fulla alvinnu með öllum tiltækum ráðum, en áður gegndi oft öðru máli. Verkalýðsfélög vöruðust því frekar að krefjast óraunhæfra kauphækkana á árunum fyrir síðari heimsstyrjöld, vegna hættu á atvinnuleysi, sem kynni að fylgja í kjölfarið. Þar sem íslenzk verkalýðsfélög munu nú almennt telja litlar líkur á alvarlegu atvinnuleysi hérlendis, þá mvndi eini hemillinn á launakröfur hinna öflugu vei’kalýðs'félaga vera viðurkenning þeirra á þeirri samfélagsábyrgð, sem er valdi þeirra sanrfara. Ef einhver mikilvægur hagsmunaliópur í þjóð- félaginu knýr fram kröfur á hendur þjóðarbúinu, án tillits til samfélagsábyrgðar sinnar, hefur það óhjákvæmilega áhrif á afstöðu annarra hagsmunahópa. Augljóst er, til dæmis, að ein- slakir verkalýðsleiðtogar hljóta að taka mið af kröfum annarra við framsetningu sinna eigin krafna um bætt kaup og kjör. Annað mikilvægl atriði er hin almenna viðurkenning í lýð- ræðisríkjum Vesturlanda á því, sem kalla mætti félagslegt rétt- læti við skiptingu afraksturs aukinnar framleiðni á milli liinna ýmsu hagsmunahópa atvinnulífsins. Stjórnmálaflokkar ljá þessu stuðning sinn, þar sem þeir eiga undir hinn almenna kjósanda að sækja í frjálsum kosningum, og eru reiðubúnir þegar í valdastólana er komið að gera þær ráðstafanir, sem nauðsynlegar kunna að teljast, lil að tryggja slíkt félagslegt réttlæti. Eigendur fjármagns hafa því i auknum mæli tekið þann valkost að takmarka beitingu þess máttar, sem í sam- tökum þeirra býr. Frá efnahagslegu sjónarmiði hefur liin mikla aukning al- þjóðaviðskipta á eftirstríðstímabilinu, samfara afnámi gjald- eyrishafta og minnkunar tolla og innflutningstakmarkana,

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.