Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1974, Qupperneq 8

Eimreiðin - 01.04.1974, Qupperneq 8
EIMREIÐIN íslenzka hagkerfi markazt að verulegu leyti af ákveðnum kerf- isbundnum þáttum, sem þjóðin í heild er áhyrg fyrir. Hinir ýmsu hagsmunahópar hljóta að vinna að sínum hagsmunum á grundvelli þess hagkerfis, sem við búum við. Ef menn æskja þess að breyta hegðun þessara hópa, svo að verðlag haldist stöðugra, þá má telja nauðsynlegt að gera ýmsar mikilvægar breytingar á sjálfu hagkerfinu. Hins vegar er það almennt viðurkennt, að stjórnmála-, félags- og efnahagsþróun í vestrænum lýðræðisríkjum á árunum eftir strið hafi gjörbreytt valdahlutföllum á milli hinna einstöku hagsmunahópa atvinnulífsins. Á stjórnmálasviðinu liafa aðgerð- ir löggjafans aukið vald verkalýðsfélaga jafnframt þvi, að svig- rúm samtaka atvinnurekenda og vinnuveitenda til misbeitingar á efnahagslegum mætti sínum hefur verið skert. Einnig telur ríkisvaldið það núna höfuðskyldu sína í efnahagsmálum að tryggja fulla alvinnu með öllum tiltækum ráðum, en áður gegndi oft öðru máli. Verkalýðsfélög vöruðust því frekar að krefjast óraunhæfra kauphækkana á árunum fyrir síðari heimsstyrjöld, vegna hættu á atvinnuleysi, sem kynni að fylgja í kjölfarið. Þar sem íslenzk verkalýðsfélög munu nú almennt telja litlar líkur á alvarlegu atvinnuleysi hérlendis, þá mvndi eini hemillinn á launakröfur hinna öflugu vei’kalýðs'félaga vera viðurkenning þeirra á þeirri samfélagsábyrgð, sem er valdi þeirra sanrfara. Ef einhver mikilvægur hagsmunaliópur í þjóð- félaginu knýr fram kröfur á hendur þjóðarbúinu, án tillits til samfélagsábyrgðar sinnar, hefur það óhjákvæmilega áhrif á afstöðu annarra hagsmunahópa. Augljóst er, til dæmis, að ein- slakir verkalýðsleiðtogar hljóta að taka mið af kröfum annarra við framsetningu sinna eigin krafna um bætt kaup og kjör. Annað mikilvægl atriði er hin almenna viðurkenning í lýð- ræðisríkjum Vesturlanda á því, sem kalla mætti félagslegt rétt- læti við skiptingu afraksturs aukinnar framleiðni á milli liinna ýmsu hagsmunahópa atvinnulífsins. Stjórnmálaflokkar ljá þessu stuðning sinn, þar sem þeir eiga undir hinn almenna kjósanda að sækja í frjálsum kosningum, og eru reiðubúnir þegar í valdastólana er komið að gera þær ráðstafanir, sem nauðsynlegar kunna að teljast, lil að tryggja slíkt félagslegt réttlæti. Eigendur fjármagns hafa því i auknum mæli tekið þann valkost að takmarka beitingu þess máttar, sem í sam- tökum þeirra býr. Frá efnahagslegu sjónarmiði hefur liin mikla aukning al- þjóðaviðskipta á eftirstríðstímabilinu, samfara afnámi gjald- eyrishafta og minnkunar tolla og innflutningstakmarkana,
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.