Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1974, Síða 15

Eimreiðin - 01.04.1974, Síða 15
EIMREIÐIN —• Iíver er þáttur tengingar lcaupgjalds og framfærslukostn- aðar i verðbólgu? — Slík tenging er eitt lielzta vopn launþega í samkeppninni um skiptingu þjóðartekna. Hins vegar er það ein liöfuðorsök verðbólgu á fslandi, eins og fyrr er getið, að ekki hefur tekizt að koma á hentugu kerfi fyrir þessa samkeppni. Tenging kaup- gjalds og framfærslukostnaðar er einn helzti ókostur þess galia- kerfis sem ríkir á Islandi. Segjum til dæmis, að grundvallar- orsök verðbólgu séu óhóflegar kauphækkanir, annað hvort vegna þess, að stjórnvöldum hafi mistekizt að hafa hemil á heildareftirspurn, eða vegna óvæginna og óhóflegra launa- krafna; þá gefur auga leið, að vísitölubinding kaups er ekki réttlætanleg, og' myndi stuðla að áframhaldandi verðbólgu. Hins vegar, ef verðbólga er afleiðing versnandi viðskiptakjara í formi hækkaðs verðs á innflulningi, eða stafar af samdrætti í þjóðarframleiðslu, þá ber að lita á liana, sem tæki lil að koma á jafnvægi milli lieiidarframboðs og eftirspurnar i hagkerfinu. Tenging kaupgjalds og framfærslukostnaðar myndi koma í veg fyrir, að jafnvægi kæmist á, og er ekki réttlætanleg í þessu tilfelli heldur. í raun og veru má segja, að vísitölubinding kaups sé merki þess, að gefizt hefur verið upp við að vinna bug á verðbólgu, þvi að slík binding væri tilgangslaus, ef verðlag væri stöðugt. Hin neikvæðu áhrif vísitölubindingar kaups yrðu sérstaklcga mikil, ef verkalýðshreyfingin reyndi að notfæra sér hana, til þess að varna skerðingu á tekjuhlutfalli vinnuafls frá því, sem var rétt fyrir gengisfellingu; en þá má búast við að hlutfallið sé i hámarki, eins og' áður var hent á. Því meginmarkmiði geng- isfellingar, að ti'yggja rekstrai'grundvöll sjávarútvegs og ann- arra undii'stöðuatvinnugreina, væri þar með stefnt í hættu, og ör vei'ðhólga yrði ekki umflúin. -— Verðbólga er oft sögð vera peningalegt fgrirbæri, en að ofan hefur einlcum verið rætt um aðrar hliðar hennar. Hvað má segja um hina fjármálalegu þætti verðbólgu á íslandi? — Langvarandi vei’ðbólga er því aðeins möguleg, að fjár- málayfirvöld leyfi þá aukningu peningamagns í liagkerfinu, sem verðbólguþróunin krefst. Hins vegar kann tímahundið at- vinnuleysi að aukast, ef liart er tekið á móti verðbólgu. Stjórn- völd í lýðræðisi’íkjum Vesturlanda, þ. á m. íslandi, álíta það gjarnan beti’i kostinn að slaka til í baráttunni við verðbólgu. Þess eru vitaskuld einnig dæmi, að stjói-nvöld fylgi fjármála- stefnu, sem hlýtur að leiða til verðbólgu, þótt ekki sé hætta á teljandi atvinnuleysi. Helzt er þessa að vænta, áður en gengið 107

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.