Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1974, Síða 27

Eimreiðin - 01.04.1974, Síða 27
EIMREIÐIN hagkerfinu. Því verður síöðugra verðlagi aðeins á komið, að hindraðar verði of miklar tekjusveiflur í sjávarútvegi. Verðjöfnunarsjóður sjávarútvegs var stofnsettur fyrir nokkr- um árum. Mistekizt hefur hins vegar, að heita honum á full- nægjandi hátt, af tveimur meginástæðum: (i) Ekki er tekið tillit til tekjusveiflna, sem verða, vegna hreytinga á aflamagni; og (ii) Menn hafa verið tregir að greiða í sjóðinn, þrátt fyrir metverð síðustu þrjú árin, þar sem verðbólguskatturinn hefur lagsl þungt á sjávarútveginn. Við heildarendurbætur hagkerfisins yrði verðjöfnunarsjóð- ur að víkja fvrir tekjujöfnunarsjóði, þar sem greiðslur til og frá sjóðnum færu eftir breytingum á aflamagni jafnt og út- flutningsverði. Markmið sjóðsins ætti að vera að takmarka árlegar rauntekjusveiflur í sjávarútvegi við t.d. 5 — 10% í hvora ált frá leitnilinu tekna yfir þriggja ára tímabil. Um fiskverð yrði samið fyrir upphaf vertíðar á grundvelli gefins útflutningsverðs og aflaspáa. Fiskverð yrði siðan endurskoðað á meðan á vertið slendur, ef hinar gefnu forsendur breytast. Greiðslum í og úr sjóðnum ætti siðan að hreyta eftir ástæðnm, en greiðslnr myndu koma frá og ganga til fiskvinnslustöðva. Slíkur tekjujöfnunarsjóður myndi auka hagkvæmni í rekstri sjávarútvegs, jafnframt því, að hetra jafnvægis mvndi gæta i hagkerfinu. Ástæðan er sú, að auðvelduð yrði öll áætlana- gerð útgerðarmanna og fiskvinnslustöðva í fjármálum og rekstri, vegna minni óvissu um tekjur. 2. „Auðlindaskattiir“ á sjávarútveg. Aður hefur verið um það rætt, hversu þung gjöld verðbólgan leggur á sjávarútveginn, þar sem saman fer fast gengi og verð- hækkanir innanlands. Réttlæta má einhverja sérskatta á sjávar- útveg, því að fiskistofninn við strendur Islands er helzta auð- lind okkar og því sanngjarnt að þeir, sem hagnýta hann, greiði fvrir. „Verðhólguskatturinn“ er hins vegar óhagkvæmur og dreifist af handahófi í gegnnm verðhólgukerfið. Með þeirri nýju stefnu i gengismálum, sem sett er fram hér að neðan, ætti auðlindaskattur á allan útflutning sjávarafurða að koma í stað verðhólguskattsins. Ef 25% auðlindaskattur hefði verið lagður á 1972, hefðu tekjur í sjávarúlvegi haldizt svipaðar og þær voru í raun, ef gengi hefði verið 112 — 115 kr. á bandaríkiadal í stað 84 króna. Tekjur af auðlindaskattinum hefðu numið 3,3 milljörðum kr. sem hefðu gelað létt aðra skattabyrði á landsmönnum, til að hæta þeim þau auknu útgjöld, sem leitt hefðu af hinu lægra 119

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.