Eimreiðin - 01.04.1974, Síða 35
ÉlMREIÐlNJ
árunum hafa eklci fylgl nægilegar breytíngar á skiptingu vinnu-
afls á milli starfsgreina. Álirif þessa hafa verið sérstaklega
slæm í hinum vmsu greinum byggingariðnaðarins, þar sem
ónógur mannafli liefur orsakað miklar verðbólguaukandi yfir-
horganir.
Meginbreytingum á skiptingu vinnuafls verður aðeins náð
á löngum tíma, og þarf þar til að koma bæði aukin tækni-
þjálfun og iðnnám. Hins vegar liafa lág laun iðnnema í mörg-
um greinum og óþarflega langur námstími dregið úr aðsókn
ungs fólks í iðnnám. Þess vegna ætti að hækka verulega laun
iðnnema og huga gaumgæfilega að styttingu námstíma.
8. Raunhæf vaxtastefna.
Áður hafa verið tíunduð hin neikvæðu áhrif vaxtastefnu
þeirrar, sem fylgt hefur verið á Islandi, og þá einkum í mynd
sóunar fjármagns og lítils sparnaðar. í markaðskerfi eru þeir
vextir einir raunliæfir, sem lántakar fást til að greiða. Þeir
einir vita hvers arðs má vænta af framkvæmd þeirri, sem
fjármögnuð er með lánsfé, og þar með hversu háa vexti þeir
geta greitt. Ef afrakstur ákveðinna fjárfestingar réttlætir ekki
greiðslu þeirra vaxla, sem tíðkast á hinum almenna lánamark-
aði, þá verður ekki úr lántöku. Hins vegar eiga sparifjáreig-
endur það fjármagn, sem viðskiptabankakerfið hefur til útlána,
og er það reyndar eitt aðalhlutverk viðskiptabanka að hafa
milligöngu um streymi fjármagns milli sparifjáreigenda og lán-
lakenda. Ekki er ástæða til annars en að sparifjáreigendur fái
fulla greiðslu frá lántökum fyrir notkun fjármagns þeirra, að
frádreginni hæfilegri þóknun viðskiptabanka.
Ríkisvaldið ætti ekki að hafa bein afskipti af vaxtakjörum
viðskiptahankanna, heldur myndu þau ákvarðast af framboði
°g eftirspurn fjármagns. Ef fjármálayfirvöld æskja þess að
hafa áhrif á vexti á almennum markaði, þá er það auðvelt með
beitingu viðeigandi hagstjórnartækja. Þar má nefna bindingu
híár í Seðlabanka íslands, endurlán Seðlabanka til viðskipta-
bankanna, vexti bá, sem Seðlabankinn tekur af slíkum endur-
lánum, og kaup og sölu Seðlabankans á verðbréfum á frjálsum
markaði. Öll þessi hagstjórnartæki hafa bein áhrif á það, hversu
nnkið fjármagn er fyrir hendi til útlána; ef Seðlabankinn eyk-
Ur það fjármagn með aðgerðum sínum, myndu vextir að öðru
jöfnu lækka, og öfugt. Það er þvi ekki um það að ræða, að
lokið yrði öllum áhrifum fjármálayfirvalda á vaxtastefnuna,
þótt bein stjórn vaxta yrði afnumin, en slikt má telja grund-
vallarforsendu bættrar nýtingar fjármagns í hagkerfinu.
Ekki er óhjákvæmilegt, að vextir opinberra fjái'festingasjóða