Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1974, Síða 40

Eimreiðin - 01.04.1974, Síða 40
EIMREIÐIN í anddyri dómhallar stendur dyravörður. Maður úr svcil kem- ur lil þessa dyravarðar og vill komast inn í dómhöllina. En dyravörðurinn segist ekki geta hleypt honum inn. Maðurinn liugsar sig um og spyr síðan, hvort hann megi koma seinna. „Það kann að vera,“ segir dyravörðurinn, „en ekki núna.“ Þar sem dyr dómhallarinnar eru ætið opnar og dyravörðurinn víkur lil liliðar, hallar maðurinn sér fram til að skima inn. Þegar dyravörðurinn sér það, ldær hann og segir: „Þar sem ]iig langar svo mjög, reyndn þá að fara inn í banni mínu. En taktu eftir: Ég er sterkur. Og ég er aðeins fyrsti vörðurinn. Við liverjar dyr eru dyraverðir, Iiver öðrum sterkari. Sjálfur stenzt ég jafnvel ekki augnaráð hins þriðja“ Maðurinn úr sveit hafði ekki húizt við slíkum erfiðleikum; liann hugsar með sér, að rétturinn eigi að vera öllum opinn. En hann ákveð- ur þó að híða, þangað til leyfi fæst til inngöngu, þegar hann virðir fyrir sér hinn hvassnefjaða dyravörð, klæddan loðfeldi, með langt, þunnt og svart tataraskegg. Dyravörðurinn fær hon- um koll og vísai- honum til sætis við hliðina á dyrunum. Þar situr hann ár og daga. Hann reynir oft að fá leyfi til að fara inn og þreytir dyravörðinn með bónum sínum. Dyravörðurinn heldur oft yfir honum dálitla yfirheyrslu, spyr hann í þaula um heimkynni hans og margt annað, en spurningar hans eru kuldalegar og stórhokkalegar, og liann lýkur ætíð máli sínu á að ítreka, að hann geti ekki hleypt honum inn. Maðurinn, sem tekið hefur með sér mikið vegarnesti, notar það allt, hvort sem það þjónar einhverjum tilgangi að múta dyraverð- inum. Að vísu tekur hann við öllu, en segir þá: „Því aðeins tck ég við þessu, að þú haldir ekki, að þú hafir ekki gert allt, sem i þínu valdi stendur.“ Öll þessi ár mænir maðurinn næstum án afláts á dyravörðinn, hann gleymir öllum hinum dyravörð- unum, og hyggur þennan hina einu hindrun inngöngu hans í dómhöllina. Hann formælir hinum ógæfulega úrskurði, fyrstu árin hátt og umhugsunarlaust, síðar, er hann tekur að eldast, muldrar hann i hljóði. Hann gerist barnalegur, og þegar hann kemur auga á flærnar á loðkraga dyravarðarins eftir að hafa grannskoðað hann í áraraðir, biður hann þær um að hjálpa sér og fá dyravörðinn til að breyta um skoðun. Lolcs fer að rökkva í kringum hann, og hann veit eklci, hvort dimmir svo umhverfis eða hvort sjón hans hefur daprazt. En í rökkrinu sér hann birtu leggja úr dyrum dómhallarinnar. Nú á hann ekki langt eftir ólifað. Áður en hann gefur upp öndina, safn- ast öll reynsla undanfarinna ára saman og verður að spurn- ingu, sem hann hefur aldrei varpað til dyravarðarins. Hann 132

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.