Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1974, Page 42

Eimreiðin - 01.04.1974, Page 42
EIMREIÐIN HRAFN GUNNLAUGSSON: Engill af holdi og blóði orð mín nú sé ég þau úr fjarlægð olíubrunna máva í sandinum ymur hafsins fastur langt inn í hlustinni og skyndilega ilmsterk minning fjaran þakin úrgangi og grænu sorpi gulir fætur ganga upp í loftið glansandi aldan lyftir öllum litum regnbogans áður fyrr flugu englar út úr höfði mínu himneskir englar af holdi og blóði af mulinni tónlist, ágjörnum litum og ljósi lyftust á titrandi augnlokum úr draumi inn í vöku fuku út um gluggann og sigldu á seglháum loftförum út í tómið og fylltu tómið óþekktum ástríðum 134

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.