Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1974, Síða 42

Eimreiðin - 01.04.1974, Síða 42
EIMREIÐIN HRAFN GUNNLAUGSSON: Engill af holdi og blóði orð mín nú sé ég þau úr fjarlægð olíubrunna máva í sandinum ymur hafsins fastur langt inn í hlustinni og skyndilega ilmsterk minning fjaran þakin úrgangi og grænu sorpi gulir fætur ganga upp í loftið glansandi aldan lyftir öllum litum regnbogans áður fyrr flugu englar út úr höfði mínu himneskir englar af holdi og blóði af mulinni tónlist, ágjörnum litum og ljósi lyftust á titrandi augnlokum úr draumi inn í vöku fuku út um gluggann og sigldu á seglháum loftförum út í tómið og fylltu tómið óþekktum ástríðum 134

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.