Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1974, Page 47

Eimreiðin - 01.04.1974, Page 47
ElMREIÐlN HÖSKULDUR: (hissa). Ekkert! Varð honum orðfall, og ég sem hélt hann hefði sofið lijá mömmu sinni. FRIÐLEIFUR: (finnst athugasemd Höskuldar óviðeigandi; með merkissvip). Hvað kemur það þessu við? HÖSKULDUR: (háðskur, dularfullur). Ekki néitt. (beygir sig yfir Friðleif; óþægilega vinarlegur) Og þú lika, sonur minn! (Höskuldur sendir Friðleifi tvírætt augnaráð og gengur hnakka- kertur burt. Friðleifi léttir þegar Höskuldur fer, en er samt órótt innanbrjósts. Hann reynir að festa hugann við tímaritið, en það er einlwer spurning sem ásækir hann. Eftir löng innri átök kastar hann frá sér tímaritinu og þýtur á fætur og hleypur á eftir Höskuldi. — Leikrýmið er autt eitt andartak. Höskuldur kemur gangandi i hægðum sínum og rét't á eftir kemur Frið- leifur hlaupandi.) FRIÐLEIFUR: (grípur í öxl Höskuldar; æstur). Hvers vegna — hvers vegna allt þetta með Brútus? IIÖSKULDUR: (horfir á Friðleif eins og hann hafi ekki séð hann áðnr; reynir að koma fyrir sig nafninu). Brútus! . . . hef ekki heyrt nafnið, en hafið samband við Upp- lýsingar, þeir geta ábyggilega hjálpað yður. MYRKUR

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.