Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1974, Side 52

Eimreiðin - 01.04.1974, Side 52
ÉIMREIÐlN DR. PER G. ANDREEN SAGNFRÆÐINGUR: STJÖRNUN IÐNVÆDDS ÞJÖÐFELAGS: Mannhyggja eða múghyggja? Áður fyrr vissu allir áhugamenn um hugmyndafræði, livað við var átt með orðunum íhaldsstefna (konservatism) og rót- tækni (radikalism). Andúð á hefðum og trú á framfarir voru dæmigerð um róttækni. Einkenni íhaldssemi var, að hafnað var framfarabjartsýni og lögð áherzla á menningararf, sem varð- veita þyrfti í mynd ábyrgðartilfinningar hvers og eins. Þessar skilgreiningar, sem enn eiga við, jafnt rökfræðilega sem sögu- lega, virðast úreltar í Svíþjóð. Liggja verður milli hluta, hver ástæðan er, en minna má á hina lieiftarlegu misnotkun orðsins íhaldssemi, sem fram kemur í fjölmiðlum. Upphafið var, að franska OAS-lireyfingin var talin íhalds- söm í sjónvarpinu 1960. Síðan hafa alls konar einveldi og ein- ræðisherrar notið sama lieiðurs, ráðlierrar i herforingjastjórn- um rómönsku Ameríku og á Grikldandi og ofstækisfullir Stal- inistar i Ráðstjórnarrikjunum. Ef hér væri staður og stund, 144

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.