Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1974, Page 57

Eimreiðin - 01.04.1974, Page 57
EIMREIÐIN ákjósanlegasta af mörgum hugsanlegum, heldur hið eina rétta. Flokkar mega engir vera til. Ef einhverjir andmæla hinum al- menna vilja, la volimté générale, eru þeir andstæðingar al- mannaheills og ber að gera þá óskaðlega eða jafnvel losa þjóð- félagið við þá. Til þess að fólkið geti talað einum rómi, verður það að hafa leiðtoga, sem er tákn þess og vilja þess. Rousseau kallar slíkan mann „löggjafann“. Ef litið er á leiðtogann í ljósi byltingarsögunnar, er auðvelt að sjá, hvað býr að baki grimunnar. Það er lýðskrum, áróður, þvinganir og ofbeldi. Drekarnir eru hver öðrum líkir, hvort sem þeir lieita Robespierre, Lenin, Hitler, Mao eða eitthvað annað. Og enda þótt stundum komi í stað einræðisherrans veldi tveggja manna eða klíku, breytir það ekki raunveruleikanum eða hinni gervilýðræðislegu ríkishugsjón, sem liggur að baki veldinu. Marx gerði altækt kerfi hugsana og trúarsetninga og reisti á því trúarsöfnuð baráttumanna. Hann leitaði víða fanga við smið hins sósíalíska boðskapar, ekki sízt notaði hánn sér hina frönsku upplýsingastefnu, byltingarsöguna og hinar sósíalísku vanga- veltur í Frakklandi. Áhrif frá Rousseau eru mjög greinileg, enda þótt Marx vitni sjaldan i hann. Margt mikilvægt i kenningum þeirra er mjög skylt. Kenningar Marx um stéttabaráttuna minna á bannfæringu Rousseaus á einkaeignarréttinum. Náttúrubarn Rousseaus er orðið að hinum vitra og réttláta öreiga lijá Marx, sem hefur fengið það verkefni að leiða verkalýðinn til sigurs í síðustu baráttu verkalýðsins og atvinnurekenda. Það koma fram til- hneigingar til miðstjórnarvalds og ógnunar í kenningum um alræði öreiganna. í hinu stéttlausa þjóðfélagi, sem rísa á upp eftir einveldistímann, má greina draum Rousseaus um náttúru- ástandið. Marx kunni listina að setia stimpil á ýmsar skoðanir annarra. Það hafði mikil áhrif, að honum tókst að kalla hina frönsku kennara sína staðleysusinna (útópista) og hefja sjálf- an sig upp til vísindamanns, er túlkaði jafnt leyndardóma hins liðna sem hins ókomna. Því ber þó ekki að neita, að Marx var einn mesti vísinda- maður 19. aldar. Hann hefur betur en nokkur annar leitt i Ijós, hversu breytingar á framleiðsluháttum hafa í för með sér breytingar á þjóðfélagsþróun allri. Hann benti á, að efnahags- legir hagsmunir og félagshópar marka djúp spor í söguna og að leiðtogar vinna innan ákveðins ramma, sem tiðarandinn setur þeim. Marx er einn þeirra, sem lagt hafa hornstein að félagsfræði og nútímasögutúlkun, En hann hefur verið braut-

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.