Eimreiðin - 01.04.1974, Side 59
EIMREIÐIN
sér staðreyndir. Yið slíkar aðstæður er marxisminn afkasta-
mikið kerfi til áróðurs.
Aðalhugtökin eru að sjálfsögðu stéttabarátta og bylting. Með
stéttavitund er áll við, að menn skilji hið eina rétta, þeir til-
heyri her, sem mun og verður að sigra og að þeir séu í hóp
góðra félaga. Ekki er annars krafizt lil að fullnægja þessu en
að menn læri nokkrar einfaldar reglur og slagorð. Auðvitað
hefur þetta í för með sér, að menn verða að hætta að hugsa
sjálfstætt. E. t. v. eru menn aðeins fegnir að losna við óþæg-
indin, sem stafa af tilraunum í átt til frjálsrar skoðanamynd-
unar. Það er dásamlegt að fyllast sigurvissu og samkennd, sem
stéttahatrið kyndir undir. Svo finnst mönnum þeir vera góðir
og réttsýnir, því að byltingin bindur enda á arðránið og visar
veginn að þúsundárarikinu.
Það er leiðtogum mikilvægt að styðjast við fastskorðað kenn-
ingakerfi við ögun og framkvæmdir, — kenningakerfi sem bæði
skjallar lýðinn og bindur hann á klafa. Þó er jafnmikilvægt, að
þessi liugmyndafræði getur leitt til einræðis. Hvað merkir það
að standa i fararbroddi hreyfingar, sem leiðir söguna að hin-
um fyrirfram ákveðna tilgangi, liinni miklu bvltingu? Ljóst er,
að byltingarforinginn og félagar hans í byltingarklíkunni eru
síður en svo einhverjir græningjar. Það er réttur þeirra og
skylda að bregðast fljótt við og af alvöru, jafnvel ómannúð-
lega, ef svo er krafizt. Sjálfur var Marx þegar á unga aldri viss
um þetta. Það var einungis ein aðferð til við ,,að stytta dauða-
krampa hinnar gömlu þjóðfélagsskipunar og blóðugar fæðing-
arhríðar hins nýja“, sagði Marx i bréfi haustið 1818, „en það er
byltingarofbeldið.“
Það voru slik orð Marxs, sem Lenin notaði, þegar á þurfti að
halda að auka kröfur um algera hlýðni og nauðsyn bar til að
drepa niður alla óhlýðni með hörku. Lenín, sem leit á sig sem
þjóðarviljann holdi klæddan, hafði af því litlar áhyggjnr, að
bolsévikar fengu aðeins 25% atkvæða við kosningar til þjóð-
þingsins, þrátt fyrir ógnanir og tálbeitur. Hann lét þingið rélt
tæplega koma saman, hæddi það og rak þingmenn á dyr með
lijálp lettneskra málaliða. Þetta var sigur múghyggjunnar, og
þcim sigri fylgdi eitthvert mesta blóðbað sögunnar. Þúsundára-
ríkið, hið stéttlausa þjóðfélag, er goðsögn. Það, sem raunveru-
lega býr að baki marxísk-lenínískum byltingarkreddum, cr
einræði, ldíkuveldi og múgmenning, sem stej'pir alla í sama
m ót.