Uppeldi og menntun - 01.01.1995, Side 7

Uppeldi og menntun - 01.01.1995, Side 7
FRÁ RITNEFND Á fyrstu áratugum þessarar aldar urðu þær breytingar á fræðslumálum hér á landi að barnaskólar voru settir á laggirnar og áttu þeir að annast hluta þeirrar upp- fræðslu barna sem áður hafði farið fram innan veggja heimilanna. Þróunin hefur orðið sú að sífellt fleiri verkefni tengd menntun og uppeldi hafa flust frá heimilum til skóla. Skólum er nú ekki aðeins ætlað að annast fræðslu heldur er þess líka vænst að þeir móti viðhorf barna og unglinga til ýmissa veigamikilla málefna. Á verkefnalista margra skóla eru forvarnir gegn fíkniefnum, jafnréttismál og kynlífs- fræðsla; börnum er kennt að vinna sjálfstætt og leita sér heimilda, t.d. á bókasöfn- um, þau eiga að læra að bera virðingu fyrir sjálfum sér, náunganum og umhverf- inu, og þannig mætti lengi telja. Skólanum er iðulega kennt um ef börn og ungling- ar sýna ámælisverða hegðun á almannafæri. Kennarar hafa margir haft efasemdir um að skólinn geti annast þessi flóknu verkefni og vísað í því sambandi til ábyrgðar foreldra. Viðamiklar erlendar rann- sóknir sýna að ekki aðeins börn heldur einnig unglingar tileinka sér mjög svipað gildismat og lík viðhorf til mikilvægra málefna og foreldrar þeirra. Þess vegna er ólíklegt að skólinn nái miklum árangri í upppeldishlutverkinu án stuðnings for- eldra. í þessu hefti Uppeldis og menntunar eru greinar sem leiða hugann að mikilvægi samstöðu um uppeldi barna og unglinga. Grein eftir Sigrúnu Aðalbjarnardóttur og Kristjönu Blöndal fjallar um viðamikla rannsókn á áfengisneyslu unglinga og munu niðurstöðumar án efa vekja athygli. í grein eftir Gerði G. Óskarsdóttur er því lýst hvaða kröfur atvinnulífið gerir um fæmi þeirra ungmenna sem eru að stíga þar sín fyrstu spor. í ljós kemur að í nánast öllum störfum reynir verulega á samskipta- hæfni og tjáningu. Báðar greinarnar eru þarft innlegg í umræðu um það hvernig unglingar verði sem best búnir undir það líf og starf sem þeirra bíður. Einnig vekja þær spurningar um hlutverk skólaráðgjafa, en í grein eftir Helgu M. Steinsson er fjallað sérstaklega um þá ráðgjöf sem nemendur eiga kost á innan skólans, bæði sér- kennsluráðgjöf og námsráðgjöf. í grein eftir Kristínu Indriðadóttur um hugmyndir Steingríms Arasonar kemur skýrt fram að á árunum kringum 1920 hafa skoðanir verið skiptar um gagnsemi skólans og enn fremur um ýmis grundvallaratriði sem enn eru til umræðu; er þá átt við tengsl uppeldis og menntunar og verkaskiptingu heimila og skóla. Steingrímur Arason heldur því fram í greinum, sem hann skrifaði á þessum tíma, að lærdómur hafi því aðeins notagildi að hann-veki áhuga barna og leiði þau áfram í leit að víðtækari þekkingu, þær greinar „sem hafa notagildi hafa mest menntagildi." Brýnasta verkefni kennarans sé að taka mið af þroskastigi nemenda og vekja áhuga þeirra á viðfangsefninu hverju sinni. Samkvæmt skilningi Steingríms felst notagildi námsins í því að einstakling- urinn menntast, öðlast nýja sýn eða skilning. Eflaust má finna mörg dæmi þess að námið í skólanum hafi slík áhrif á nemendur. Má benda á þá ljóðakennslu í fram- haldsskóla sem Pálmi Agnar Franken fjallar um í sinni grein, en þar fengu nemendur 5
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138

x

Uppeldi og menntun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.